Töldu sig mega koma því Spánn var grænn þegar þau keyptu farmiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2021 13:06 Fólk kom með flugi frá Spáni í gær var stöðvað við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli því landið er skilgrein hættusvæði. Þau töldu sig í rétti því landið var grænt þegar þau keyptu miða til Íslands. Vísir Tíu ferðamenn sem komu til landsins frá Spáni í gær var snúið til baka í morgun. Fólkið var ósátt við að mega ekki dvelja hér og sagðist hafa keypt farmiða þegar Spánn var grænt land. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það ekki skipta máli heldur hvort land sé skilgreint hættusvæði þegar fólk kemur til landsins. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins í gær. Frá og með 7. maí tók gildi reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðum til landsins frá tilgreindum hættusvæðum, bannið gildir til 24. maí. Bannið á við alla útlendinga jafnt EES og EFTA borgara. Bannið tekur ekki til þeirra sem hafa fasta búsetu hér á landi, eða til þeirra sem eru bólusettir. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að fólkið hafi ekki gert sér grein fyrir að Spánn væri skilgreint sem hættusvæði hér á landi. „Það er úrræði hérna við flugvöllinn þar sem þeir voru vistaðir á hóteli þessa daga meðan verið var að vinna í frávísuninni. Þetta er ókeypis úrræði fyrir viðkomandi ferðamenn,“ segir Arngrímur. Fólkinu var svo snúið heim á leið í morgun. „Að sjálfsögðu voru þeir ekki sáttir og töldu sig mega vera hér. Þeir vildu meina að þeir hefðu skráð sig í ferðina þegar Spánn var skilgreint sem grænt land og á þeim forsendum mættu þeir vera hérna,“ segir hann. Arngrímur segir þetta skýrt dæmi um mikilvægi þess að ferðamenn fylgist vel með ferðatakmörkunum og reglugerðum áður en það leggur í ferðalög. „Fólk er hvatt til á þessum tímum að fylgjast vel með því það geta orðið daglegar breytingar á ferðatakmörkunum. Hér á landi geta hlutirnir breyst með skömmum fyrirvara. Það er vel auglýst hvað reglur gilda á hverjum tíma á vefsíðum utanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Landlæknis og Covid.is Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Fólkið var stöðvað við komuna til landsins í gær. Frá og með 7. maí tók gildi reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðum til landsins frá tilgreindum hættusvæðum, bannið gildir til 24. maí. Bannið á við alla útlendinga jafnt EES og EFTA borgara. Bannið tekur ekki til þeirra sem hafa fasta búsetu hér á landi, eða til þeirra sem eru bólusettir. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að fólkið hafi ekki gert sér grein fyrir að Spánn væri skilgreint sem hættusvæði hér á landi. „Það er úrræði hérna við flugvöllinn þar sem þeir voru vistaðir á hóteli þessa daga meðan verið var að vinna í frávísuninni. Þetta er ókeypis úrræði fyrir viðkomandi ferðamenn,“ segir Arngrímur. Fólkinu var svo snúið heim á leið í morgun. „Að sjálfsögðu voru þeir ekki sáttir og töldu sig mega vera hér. Þeir vildu meina að þeir hefðu skráð sig í ferðina þegar Spánn var skilgreint sem grænt land og á þeim forsendum mættu þeir vera hérna,“ segir hann. Arngrímur segir þetta skýrt dæmi um mikilvægi þess að ferðamenn fylgist vel með ferðatakmörkunum og reglugerðum áður en það leggur í ferðalög. „Fólk er hvatt til á þessum tímum að fylgjast vel með því það geta orðið daglegar breytingar á ferðatakmörkunum. Hér á landi geta hlutirnir breyst með skömmum fyrirvara. Það er vel auglýst hvað reglur gilda á hverjum tíma á vefsíðum utanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, Landlæknis og Covid.is
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira