Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2021 10:04 Tugir manna eru sagðir hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna átakanna. AP/Mahmoud Illean Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögreglan segir minnst tólf lögregluþjóna vera særða, auk almennra borgara. Í einu tilfelli hafi sjö mánaða barn slasast þegar grjóti var kastað í bíl sem barnið var í. Rauði hálfmáninn í Palestínu segir einnig að lögregla hafi komið veg fyrir að læknateymi þeirra næðu á átakastaði í borginni, samkvæmt umfjöllun Times of Israel. Í frétt Times of Israel er haft eftir lögreglunni að þúsundir Palestínumanna hafi komið sér fyrir við moskuna yfir nóttina og safnað saman grjóti, bensínsprengjum og öðrum munum sem hægt var að beita sem vopnum. Lögreglan segir mótmælendur hafa ætlað að beita sér gegn skrúðgöngu vegna svokallaðs Jerúsalemsdags, sem fara átti um svæðið í dag. Því réðst lögreglan til atlögu, samkvæmt frétt BBC, og skutu þeir táragasi og hvellsprengjum að mótmælendum, sem voru á endanum reknir frá svæðinu. | : . , @SuleimanMas1 @nurityohanan pic.twitter.com/pwwbafji39— (@kann_news) May 10, 2021 Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Áðurnefnd skrúðganga átti að fara um svæðið en hún hefur nú verið færð. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Lögreglan segir öfgamenn á bakvið ofbeldið og hefur gyðingum verið meinað að sækja moskuna. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hæstiréttur Ísraels átti að taka fyrir í dag mál nokkurra palestínskra fjölskylda sem hafa verið reknar frá heimilum sínum í hverfinu Sheikh Jarrah. Því var þó frestað vegna átaka og mótmæla og á málflutningurinn að fara fram innan mánaðar, samkvæmt frétt Reuters. Hér má sjá tvö myndbönd AFP fréttaveitunnar sem tekin voru í morgun. VIDEO: Palestinian protesters and Israeli security forces clash, water cannon deployed.Palestinian protesters and Israeli security forces clash in East Jerusalem, as tensions boil over the postponement of a key court hearing on a flashpoint property dispute pic.twitter.com/tiLicx0Vq5— AFP News Agency (@AFP) May 10, 2021 Ísrael Palestína Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Lögreglan segir minnst tólf lögregluþjóna vera særða, auk almennra borgara. Í einu tilfelli hafi sjö mánaða barn slasast þegar grjóti var kastað í bíl sem barnið var í. Rauði hálfmáninn í Palestínu segir einnig að lögregla hafi komið veg fyrir að læknateymi þeirra næðu á átakastaði í borginni, samkvæmt umfjöllun Times of Israel. Í frétt Times of Israel er haft eftir lögreglunni að þúsundir Palestínumanna hafi komið sér fyrir við moskuna yfir nóttina og safnað saman grjóti, bensínsprengjum og öðrum munum sem hægt var að beita sem vopnum. Lögreglan segir mótmælendur hafa ætlað að beita sér gegn skrúðgöngu vegna svokallaðs Jerúsalemsdags, sem fara átti um svæðið í dag. Því réðst lögreglan til atlögu, samkvæmt frétt BBC, og skutu þeir táragasi og hvellsprengjum að mótmælendum, sem voru á endanum reknir frá svæðinu. | : . , @SuleimanMas1 @nurityohanan pic.twitter.com/pwwbafji39— (@kann_news) May 10, 2021 Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Áðurnefnd skrúðganga átti að fara um svæðið en hún hefur nú verið færð. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Lögreglan segir öfgamenn á bakvið ofbeldið og hefur gyðingum verið meinað að sækja moskuna. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hæstiréttur Ísraels átti að taka fyrir í dag mál nokkurra palestínskra fjölskylda sem hafa verið reknar frá heimilum sínum í hverfinu Sheikh Jarrah. Því var þó frestað vegna átaka og mótmæla og á málflutningurinn að fara fram innan mánaðar, samkvæmt frétt Reuters. Hér má sjá tvö myndbönd AFP fréttaveitunnar sem tekin voru í morgun. VIDEO: Palestinian protesters and Israeli security forces clash, water cannon deployed.Palestinian protesters and Israeli security forces clash in East Jerusalem, as tensions boil over the postponement of a key court hearing on a flashpoint property dispute pic.twitter.com/tiLicx0Vq5— AFP News Agency (@AFP) May 10, 2021
Ísrael Palestína Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira