Íslenski boltinn

„Að Rúnar þurfi að hætta svona er dapurt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar á hliðarlínunni í fyrsta leiknum gegn Leikni.
Rúnar á hliðarlínunni í fyrsta leiknum gegn Leikni. vísir/hulda margrét

Ólafur Jóhannesson og Baldur Sigurðsson voru sammála því að það væri ansi vont fyrir Stjörnuna að missa Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara liðsins eftir eina umferð í Pepsi Max deildinni.

Rúnar Páll sagði upp störfum fyrr í vikunni, í vikunni eftir að Stjarnan gerði markalaust jafntefli við Leikni á heimavelli. Pepsi Max Stúkan ræddi í gær um ákvörðun Rúnars Páls að hætta störfum.

„Þetta eru stórar fréttir og koma mikið á óvart. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Stjörnuna. Þeir eru vel búnir að vera með Þorvald og hann er reynslumikill. Það hjálpar þeim en að Rúnar þurfi að hætta svona það er dapurt,“ sagði Ólafur Jóhannesson.

Guðmundur Benediktsson, þáttarstjórnandi, segir að sögusagnir hafi gengið um það að stjórn Stjörnunnar hafi sett Rúnari afarkosti; að spila ekki Sölva Snæ Guðbjargarsyni á meðan hann hefði ekki skrifað undir nýjan samning. Baldur Sigurðsson segist hafa heyrt þessa sögu.

„Við heyrum allir þessa sögu sem er í gangi. Ef að þetta er rétt þá er þetta mjög vont fyrir Stjörnuna og fyrir umhverfið sem er leikmenn, þjálfara og stjórn. Ég var fyrirliði hjá Rúnari allan þennan tíma og ég veit ekki um neina þjálfara sem elska félagið sitt jafn mikið.“

„Að hann skuli segja upp þegar einn leikur er búinn af tímabilinu þá er eitthvað mikið búið að ganga á. Miðað við ástríðu hans fyrir félaginu og þessi tímasetning; að hætta svona og segja upp. Þetta er ótrúlega spes.“

Alla umræðuna um Rúnar og Stjörnuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Rúnar hættur

Tengdar fréttir

„Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“

Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu.

Rúnar Páll segir upp hjá Stjörnunni

Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þess má geta að Rúnar Páll á 47 ára afmæli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×