Lífið

Elon Musk gerir stólpagrín að Íslandi í SNL

Snorri Másson skrifar
Grínið bar þess merki að höfundar þess hefðu orðið fyrir áhrifum af umfjöllun um Ísland í tengslum við Eurovision-mynd Will Ferrell.
Grínið bar þess merki að höfundar þess hefðu orðið fyrir áhrifum af umfjöllun um Ísland í tengslum við Eurovision-mynd Will Ferrell. SNL

Stólpagrín var gert að Íslendingum í gríninnskoti í Saturday Night Live í gær, þar sem leikarar settu á svið íslenskan spjallþátt. 

Þar bar á góma hefðbundnar þrálátar þjóðsögur eins og að Íslendingar hefðu lítið annað að gera en að njóta samvista við álfa í frístundum sínum og jafnvel var vikið að appinu sem allir Íslendingar eru sagðir þurfa á að halda, sem sýnir hvort makar þeirra séu skyldir þeim.

Appið var raunar styrktaraðili grínsins: Allt í boði „Cousin Checker.“

Enn bættist á gleðina þegar sjálfur milljarðamæringurinn Elon Musk steig inn í þáttinn sem aukaleikari. Hann var í hlutverki framleiðandans Ragnarök, sem var ástfanginn af þáttastjórnandanum.

Musk var jafnframt umsjónarmaður þáttarins þetta kvöld, sem er mjög eftirsóknarvert hlutverk. Hann notaði vettvanginn til að opna sig fyrir heimsbyggðinni um að hann væri með Asperger's-heilkennið og væri þar með  fyrsti einhverfi maðurinn til að stýra þættinum.

Saturday Night Live er sýndur á NBC og er einn allra vinsælasti sjónvarpsþáttur í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×