Innlent

Þúsundir koma saman á raf­rænu Mennta­stefnu­móti

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsdagar eru í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar á morgun.
Starfsdagar eru í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar á morgun. Vísir/Vilhelm

Búist er við að vel á sjötta þúsund kennara, frístundafræðinga og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar muni hittast á svokölluðu Menntastefnumóti á morgun. Þar munu þau kynna sér nýjustu fræðastauma og nýbreytni í námi og kennslu.

Menntastefnumótið fer fram með rafrænum hætti og verða þar kynnt fjölmörg nýsköpunar- og þróunarverkefni sem unnið er að í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum út um alla borg.

Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir mikilvægt að á margan hátt að halda svona stóra fundi sem þennan.

„Bæði til að sýna fram að við séum saman í þessu að tryggja menntun barnanna okkar í borginni, að hún verði góð og farsæl og það er risastórt sameiginlegt verkefni allra sem koma að menntun barna – leikskóla, grunnskóla, frístundastarfsins.

Og þetta er líka mikilvægt fyrir okkur öll sem störfum inni á þessum vettvangi þar sem það er ekki oft sem við fáum tækifæri til að skoða starf hvers annars og læra af því.“

Fríða Bjarney Jónsdóttir.Reykjavíkurborg

Vettvangur til að læra og miðla

Fríða Bjarney segir að sömuleiðis sé mikilvægt að starfsfólk í skóla- og frístundastarfi hafi vettvang til að miðla og læra hvert af öðru.

„Af því að þetta er rafrænt þá er þetta opið öllum svo foreldrar og samfélagið allt, og kennarar úti á landi geta kíkt í heimsókn,“ segir Fríða Bjarney, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá borginni, en hægt verður að fylgjast með viðburðinum, sem hefst klukkan á Vísi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×