Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2021 13:01 Sigurður Ingi Jóhannsson Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að þúsund ráðningarsamningar hafi orðið til og um fjögur þúsund séu í ferli vegna verkefnisins Hefjum störf. Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir atvinnulífið hægt og rólega að taka við sér. Sjáanlegur árangur sé af verkefni félagsmálaráðherra, Hefjum störf. „Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur mælst mjög vel fyrir og þetta verkefni gengur eiginlega betur en maður hefði getað trúað. Ég held að um daginn hafi það verið um fjögur þúsund sem voru komin í einhvern feril og tæpir þúsund ráðningarsamningar orðnir,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í þættinum Sprengisandi í morgun. Leggja þurfi áherslu á grænar fjárfestingar og fjárfestingar í fólki. „Síðan er engin spurning í mínum huga að við erum að fara að leggja miklu, miklu meiri áherslu á hinar skapandi greinar. Það verður undirstaða næstu meginatvinnugreinar Íslands og það er búið að tala um það lengi en við erum búin að vinna okkur í haginn þangað. En ég held að nákvæmlega hvernig við ætlum að komast þangað, muni að einhverju leyti kosningarnar í haust snúast um.“ Það gæti þó komið til skoðunar að stjórnvöld þurfi að grípa inn í fari hjól atvinnulífsins sjálfkrafa ekki að snúast hratt. „Það getur alveg komið til þess að ef hið almenna atvinnulíf höktir í uppbyggingunni á næstu mánuðum að þar þurfi einfaldlega að taka af skarið um enn frekari opinbera fjárfestingu þó svo að við þurfum að taka lán fyrir því,“ sagði Sigurður Ingi. Í spilaranum hér að neðan má hlusta í heild sinni á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Sigurð Inga Jóhannesson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir atvinnulífið hægt og rólega að taka við sér. Sjáanlegur árangur sé af verkefni félagsmálaráðherra, Hefjum störf. „Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur mælst mjög vel fyrir og þetta verkefni gengur eiginlega betur en maður hefði getað trúað. Ég held að um daginn hafi það verið um fjögur þúsund sem voru komin í einhvern feril og tæpir þúsund ráðningarsamningar orðnir,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í þættinum Sprengisandi í morgun. Leggja þurfi áherslu á grænar fjárfestingar og fjárfestingar í fólki. „Síðan er engin spurning í mínum huga að við erum að fara að leggja miklu, miklu meiri áherslu á hinar skapandi greinar. Það verður undirstaða næstu meginatvinnugreinar Íslands og það er búið að tala um það lengi en við erum búin að vinna okkur í haginn þangað. En ég held að nákvæmlega hvernig við ætlum að komast þangað, muni að einhverju leyti kosningarnar í haust snúast um.“ Það gæti þó komið til skoðunar að stjórnvöld þurfi að grípa inn í fari hjól atvinnulífsins sjálfkrafa ekki að snúast hratt. „Það getur alveg komið til þess að ef hið almenna atvinnulíf höktir í uppbyggingunni á næstu mánuðum að þar þurfi einfaldlega að taka af skarið um enn frekari opinbera fjárfestingu þó svo að við þurfum að taka lán fyrir því,“ sagði Sigurður Ingi. Í spilaranum hér að neðan má hlusta í heild sinni á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Sigurð Inga Jóhannesson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent