Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 08:25 Long March-5 eldflaug sambærileg við þá sem féll inn í lofthjúp jarðar yfir Indlandshafi í nótt. AP/Zhang Gaoxiang/Xinhua Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. Grannt hefur verið fylgst með Long March 5B-eldflauginni undanfarna daga. Vitað var að hún kæmi aftur niður í lofthjúp jarðar um helgina en ekki var vitað með vissu yfir hvaða svæði hún kæmi til með að hrapa. Eldflaugin var notuð til þess að koma aðalhluta nýrrar geimstöðvar Kínverja á braut um jörðina. Eldflaugarþrepið var um þrjátíu metrar að lengd og um tuttugu tonn að þyngd. Það er eitt stærsta fyrirbærið sem hefur verið látið falla stjórnlaust inn í lofthjúp jarðar. Lítil hætta var talin á ferðum fyrir fólk á jörðu niðri. Engu að síður urðu eignaskemmdir í Afríku þegar brak úr kínverskri eldflaug rigndi yfir álfuna í fyrra. Xinhua-ríkifréttastofan kínverska segir að eldflaugarþrepið hafi komið inn í lofthjúpinn klukkan 19:24 að staðartíma í gærkvöldi. Mikill meirihluti þess hafi brunnið algerlega upp í lofthjúpnum. „Það var alltaf tölfræðilega líklegast að hún félli inn yfir sjó. Svo virðist sem að Kína hafi unnið veðmálið en þetta var samt glannalegt,“ tísti Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvard-háskóla sem fylgdist með falli eldflaugarþrepsins til jarðar. Þá gagnrýndi Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, Kína vegna uppákomunnar. „Það er ljóst að Kína uppfylli ekki ábyrg viðmið varðandi geimrusl þess,“ sagði Nelson í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar hafa áður sætt harðri gagnrýni fyrir umgengni sína í geimnum, sérstaklega eftir að þeir skutu skotflaug til að splundra úreltu veðurgervitungli á braut um jörðu í janúar árið 2007. Eftir varð braksveimur sem ógnaði öðrum gervihnöttum og geimferjum. Kína Geimurinn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Grannt hefur verið fylgst með Long March 5B-eldflauginni undanfarna daga. Vitað var að hún kæmi aftur niður í lofthjúp jarðar um helgina en ekki var vitað með vissu yfir hvaða svæði hún kæmi til með að hrapa. Eldflaugin var notuð til þess að koma aðalhluta nýrrar geimstöðvar Kínverja á braut um jörðina. Eldflaugarþrepið var um þrjátíu metrar að lengd og um tuttugu tonn að þyngd. Það er eitt stærsta fyrirbærið sem hefur verið látið falla stjórnlaust inn í lofthjúp jarðar. Lítil hætta var talin á ferðum fyrir fólk á jörðu niðri. Engu að síður urðu eignaskemmdir í Afríku þegar brak úr kínverskri eldflaug rigndi yfir álfuna í fyrra. Xinhua-ríkifréttastofan kínverska segir að eldflaugarþrepið hafi komið inn í lofthjúpinn klukkan 19:24 að staðartíma í gærkvöldi. Mikill meirihluti þess hafi brunnið algerlega upp í lofthjúpnum. „Það var alltaf tölfræðilega líklegast að hún félli inn yfir sjó. Svo virðist sem að Kína hafi unnið veðmálið en þetta var samt glannalegt,“ tísti Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvard-háskóla sem fylgdist með falli eldflaugarþrepsins til jarðar. Þá gagnrýndi Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, Kína vegna uppákomunnar. „Það er ljóst að Kína uppfylli ekki ábyrg viðmið varðandi geimrusl þess,“ sagði Nelson í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar hafa áður sætt harðri gagnrýni fyrir umgengni sína í geimnum, sérstaklega eftir að þeir skutu skotflaug til að splundra úreltu veðurgervitungli á braut um jörðu í janúar árið 2007. Eftir varð braksveimur sem ógnaði öðrum gervihnöttum og geimferjum.
Kína Geimurinn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira