Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 21:01 Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. HELENA RAKEL Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. „Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira