„Stubbur hefur staðið sig eins og hetja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 21:10 Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hrósaði markverðinum Steinþóri Má Auðunssyni eftir sigurinn á KR. vísir/hulda margrét Það var skiljanlega létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, eftir sigurinn á KR á Meistaravöllum í kvöld. KA-menn léku vel og unnu með þremur mörkum gegn einu. „Ég var virkilega ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Fyrsta hálftímann réðum við ferðinni, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Svo fengum við á okkur mark rétt fyrir hálfleik sem er alltaf slæmt,“ sagði Arnar við íþróttadeild eftir leikinn. „Við vissum að KR-ingar myndu koma ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og mér fannst við falla full aftarlega. Þeir réðu ferðinni án þess að skapa sér mikið. Svo fengum við algjört dauðafæri þegar Hallgrímur tók hann með hælnum. Ég veit ekki alveg hvað hann var að gera. En sem betur fer kláraði hann fyrir okkur á skemmtilegan hátt. Það gerði hlutina léttara síðustu mínúturnar. KR var auðvitað mun meira með boltann í seinni hálfleik og áttu fullt af fyrirgjöfum. En ég er mjög ánægður með Stubb. Hann er að standa sig eins og hetja,“ sagði Arnar og vísaði til markvarðarins Steinþórs Más Auðunssonar sem hefur staðið milli stanganna í fyrstu tveimur leikjum KA á tímabilinu. Nokkrir KA-menn meiddust í leiknum og Rodrigo Mateo Gomes og Jonathan Hendrickx þurftu báðir að fara af velli. „Rodri fékk höfuðhögg, það opnaðist ár og honum varð flökurt í hálfleik svo við tókum hann út af. Jonathan fékk svo högg á fótinn,“ sagði Arnar og bætti við Hendrickx yrði væntanlega ekki með gegn Leikni á miðvikudaginn. „Fyrir mót töluðum við um að við værum með stóran hóp og þyrftum kannski að lána menn en það hefur heldur betur snúist upp í andhverfu sína. Við þurfum frekar að ná í leikmenn,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Sjá meira
„Ég var virkilega ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Fyrsta hálftímann réðum við ferðinni, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Svo fengum við á okkur mark rétt fyrir hálfleik sem er alltaf slæmt,“ sagði Arnar við íþróttadeild eftir leikinn. „Við vissum að KR-ingar myndu koma ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og mér fannst við falla full aftarlega. Þeir réðu ferðinni án þess að skapa sér mikið. Svo fengum við algjört dauðafæri þegar Hallgrímur tók hann með hælnum. Ég veit ekki alveg hvað hann var að gera. En sem betur fer kláraði hann fyrir okkur á skemmtilegan hátt. Það gerði hlutina léttara síðustu mínúturnar. KR var auðvitað mun meira með boltann í seinni hálfleik og áttu fullt af fyrirgjöfum. En ég er mjög ánægður með Stubb. Hann er að standa sig eins og hetja,“ sagði Arnar og vísaði til markvarðarins Steinþórs Más Auðunssonar sem hefur staðið milli stanganna í fyrstu tveimur leikjum KA á tímabilinu. Nokkrir KA-menn meiddust í leiknum og Rodrigo Mateo Gomes og Jonathan Hendrickx þurftu báðir að fara af velli. „Rodri fékk höfuðhögg, það opnaðist ár og honum varð flökurt í hálfleik svo við tókum hann út af. Jonathan fékk svo högg á fótinn,“ sagði Arnar og bætti við Hendrickx yrði væntanlega ekki með gegn Leikni á miðvikudaginn. „Fyrir mót töluðum við um að við værum með stóran hóp og þyrftum kannski að lána menn en það hefur heldur betur snúist upp í andhverfu sína. Við þurfum frekar að ná í leikmenn,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Sjá meira