Bjarki: Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. maí 2021 20:32 Bjarki Ármann Oddson var gríðarlega sáttur í leikslok. Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri gat andað léttar í leikslok eftir gríðarlega mikilvægan 108-103 sigur gegn Þór Þorlákshöfn. Þór Akureyri lyftir sér með sigrinum úr fallhættu og er sem stendur í úrslitakeppnissæti fyrir lokaumferðina. „Ég er auðvitað gríðarlega sáttur með strákana,“ sagði Bjarki eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara frábær liðsframistaða, en ég held að ég hafi bara aldrei séð annað eins sóknar „performance“ frá liði eins og frá Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik. Þeir bara gátu ekki klikkað á skoti.“ „Þvílíkur leikmaður sem Larry Thomas er. Við auðvitað þekkjum hann fyrir norðan. Þetta er auðvitað frábært lið og þeir eru búnir að ná frábærum árangri í vetur. Það er ástæða fyrir því að þeir eru í öðru sæti í deildinni.“ Heimamenn voru með tryggt annað sætið í deildinni fyrir leikinn og því í rauninni ekki að spila um neitt. Bjarki segir að það hafi hjálpað sínum mönnum í kvöld. „Það hlýtur að hafa verið auðveldara fyrir mig að „motivera“ mína menn heldur en Lalla. Þeir eru náttúrulega tryggir í öðru sætinu.“ „Staðan var einfaldlega bara þannig að við gátum fallið í lokaumferðinni ef við hefðum ekki unnið þennan leik hér í kvöld. Það er auðvitað betra að örlögin séu bara í okkar höndum. Við förum í alla leiki til þess að reyna að vinna þá og svo verður bara talið upp úr hattinum þegar það er búið og vonandi verðum við í úrslitakeppninni þegar þeirri talningu er lokið.“ Þórsarar eiga Hauka í lokaumferðinni og Bjarki vonar að það verði jafn auðvelt að koma sínum mönnum í gírinn fyrir þann leik eins og í kvöld. „Já, ég auðvitað vona það. Sigur í þeim leik tryggir okkur í áttunda sæti held ég alveg örugglega. Haukarnir eru með flott lið og Sævaldur er búinn að gera frábæra hluti. Það verður bara gaman að mæta þeim á laugardaginn og ég efast ekkert um það að Haukarnir vilja reyna að klára mótið á jákvæðum nótum svo að ég þarf að undirbúa mína menn aftur fyrir 40 mínútna baráttu.“ Haukarnir eru nú þegar fallnir, en Bjarki segir að það geti verið snúið að spila gegn pressulausu liði. „Það er svolítið búið að vera einkennismerki okkar í vetur að spila pressulausir. Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd.“ „Við höfum blásið á þær hrakspár núna. Loksins get ég sagt þetta. Það getur hjálpað liðum eins og Haukum í þessu tilfelli að mæta okkur pressulausir,“ sagði Bjarki að lokum. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
„Ég er auðvitað gríðarlega sáttur með strákana,“ sagði Bjarki eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara frábær liðsframistaða, en ég held að ég hafi bara aldrei séð annað eins sóknar „performance“ frá liði eins og frá Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik. Þeir bara gátu ekki klikkað á skoti.“ „Þvílíkur leikmaður sem Larry Thomas er. Við auðvitað þekkjum hann fyrir norðan. Þetta er auðvitað frábært lið og þeir eru búnir að ná frábærum árangri í vetur. Það er ástæða fyrir því að þeir eru í öðru sæti í deildinni.“ Heimamenn voru með tryggt annað sætið í deildinni fyrir leikinn og því í rauninni ekki að spila um neitt. Bjarki segir að það hafi hjálpað sínum mönnum í kvöld. „Það hlýtur að hafa verið auðveldara fyrir mig að „motivera“ mína menn heldur en Lalla. Þeir eru náttúrulega tryggir í öðru sætinu.“ „Staðan var einfaldlega bara þannig að við gátum fallið í lokaumferðinni ef við hefðum ekki unnið þennan leik hér í kvöld. Það er auðvitað betra að örlögin séu bara í okkar höndum. Við förum í alla leiki til þess að reyna að vinna þá og svo verður bara talið upp úr hattinum þegar það er búið og vonandi verðum við í úrslitakeppninni þegar þeirri talningu er lokið.“ Þórsarar eiga Hauka í lokaumferðinni og Bjarki vonar að það verði jafn auðvelt að koma sínum mönnum í gírinn fyrir þann leik eins og í kvöld. „Já, ég auðvitað vona það. Sigur í þeim leik tryggir okkur í áttunda sæti held ég alveg örugglega. Haukarnir eru með flott lið og Sævaldur er búinn að gera frábæra hluti. Það verður bara gaman að mæta þeim á laugardaginn og ég efast ekkert um það að Haukarnir vilja reyna að klára mótið á jákvæðum nótum svo að ég þarf að undirbúa mína menn aftur fyrir 40 mínútna baráttu.“ Haukarnir eru nú þegar fallnir, en Bjarki segir að það geti verið snúið að spila gegn pressulausu liði. „Það er svolítið búið að vera einkennismerki okkar í vetur að spila pressulausir. Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd.“ „Við höfum blásið á þær hrakspár núna. Loksins get ég sagt þetta. Það getur hjálpað liðum eins og Haukum í þessu tilfelli að mæta okkur pressulausir,“ sagði Bjarki að lokum.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00