Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 15:28 Lögreglumennirnir fjórir sem eru ákærðir vegna dauða Georges Floyd. Frá vinstri: Derek Chauvin, J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. AP/lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann. Myndband af því þegar fjórir lögreglumenn handtóku Floyd, óvopnaðan blökkumann, fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla í fyrra. Á því sást hvítur lögreglumaður hvíla hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur þrátt fyrir að Floyd segðist ítrekað ekki ná andanum og vegfarendur reyndu að mótmæla aðförunum. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælabylgju gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk um Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Lögreglumaðurinn sem olli dauða Floyd, Derek Chauvin, var sakfelldur fyrir morð og manndráp fyrir ríkisdómstól í Minnesota í síðasta mánuði. Hann bíður nú ákvörðunar refsingar í því máli. Í alríkismálinu sem nú hefur verið höfðað er Chauvin ákærður fyrir að að brjóta gegn frelsi Floyd til að vera laus við ósanngjarna handtöku og valdbeitingu lögreglumanns. Þrír félagar hans eru einnig ákærðir vegna ósanngjarnrar handtöku þar sem þeir stöðvuðu Chauvin ekki þegar hann kraup á hálsi Floyd. Allir fjórir eru ákærðir fyrir að útvega Floyd ekki læknisaðstoð, að sögn AP-fréttastofunnar. Til viðbótar er Chauvin ákærður vegna handtöku sem átti sér stað árið 2017. Þar er hann sakaður um að hafa tekið fjórtán ára dreng hálstaki, borið hann í höfuðið með vasaljósi og síðan hvílt hné sitt á hálsi hans og herðum þar sem hann lá á jörðinni handjárnaður. Þung refsing getur legið við borgararéttindabrotum sem þessum, allt að dauðadómur eða lífstíðarfangelsi. AP segir að slíkt sé þó afar fátítt. Í tilfelli Chauvin gæti hann átt allt frá fjórtán til rúmlega tuttugu og fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Refsinguna afplánaði hann þá samhliða þeirri refsingu sem hann hlýtur í sjálfu morðmálinu. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Myndband af því þegar fjórir lögreglumenn handtóku Floyd, óvopnaðan blökkumann, fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla í fyrra. Á því sást hvítur lögreglumaður hvíla hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur þrátt fyrir að Floyd segðist ítrekað ekki ná andanum og vegfarendur reyndu að mótmæla aðförunum. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælabylgju gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk um Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Lögreglumaðurinn sem olli dauða Floyd, Derek Chauvin, var sakfelldur fyrir morð og manndráp fyrir ríkisdómstól í Minnesota í síðasta mánuði. Hann bíður nú ákvörðunar refsingar í því máli. Í alríkismálinu sem nú hefur verið höfðað er Chauvin ákærður fyrir að að brjóta gegn frelsi Floyd til að vera laus við ósanngjarna handtöku og valdbeitingu lögreglumanns. Þrír félagar hans eru einnig ákærðir vegna ósanngjarnrar handtöku þar sem þeir stöðvuðu Chauvin ekki þegar hann kraup á hálsi Floyd. Allir fjórir eru ákærðir fyrir að útvega Floyd ekki læknisaðstoð, að sögn AP-fréttastofunnar. Til viðbótar er Chauvin ákærður vegna handtöku sem átti sér stað árið 2017. Þar er hann sakaður um að hafa tekið fjórtán ára dreng hálstaki, borið hann í höfuðið með vasaljósi og síðan hvílt hné sitt á hálsi hans og herðum þar sem hann lá á jörðinni handjárnaður. Þung refsing getur legið við borgararéttindabrotum sem þessum, allt að dauðadómur eða lífstíðarfangelsi. AP segir að slíkt sé þó afar fátítt. Í tilfelli Chauvin gæti hann átt allt frá fjórtán til rúmlega tuttugu og fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Refsinguna afplánaði hann þá samhliða þeirri refsingu sem hann hlýtur í sjálfu morðmálinu.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33 Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00 Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn. 4. maí 2021 23:33
Telur að um sé að ræða nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum. 21. apríl 2021 17:00
Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08