Ríkisstjórnin skoðar að kaupa Sputnik V fyrir 100 þúsund manns Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 14:48 Skammtar af rússneska bóluefninu Spútnik V í Íran. AP/Saeed Kaari/KAC Íslenskum stjórnvöldum stendur til boða að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V fyrir 200 þúsund manns. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa skammta fyrir 100 þúsund einstaklinga. Yrði það gert með því skilyrði að 75% af keyptum skömmtum verði afhentir í síðasta lagi 2. júní og að bóluefnið verði þá komið með markaðsleyfi í Evrópu. Þetta kemur fram í drögum heilbrigðisráðuneytisins að viðbrögðum við viljayfirlýsingu Russian Direct Investment Fund sem hefur milligöngu um sölu bóluefnisins gegn Covid-19. Barst yfirlýsingin stjórnvöldum í kjölfar fundar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V. RÚV greindi áður frá málinu. Feli ekki í sér skuldbindingu Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að undirritun viljayfirlýsingarinnar feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Sputnik V. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi ráðherrum frá stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Russian Direct Investment Fund er þjóðarsjóður í eigu rússneska ríkisins en hann fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu. Sputnik V hefur verið í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í byrjun mars. Lýkur því ferli þegar nægjanleg gögn liggja fyrir til að sækja formlega um markaðsleyfi. Fær frumur líkamans til að framleiða gaddapróteinið Sputnik V virkar svipað og bóluefni AstraZeneca og Janssen að því leyti að skaðlaus veira er nýtt til að flytja erfðaefni kórónuveirunnar inn í líkamann til að vekja mótefnasvar. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að Sputnik V innihaldi tvær gerðir adenóveira, Ad26 og Ad5, sem hafi verið breytt á þann veg að þær innihaldi genaupplýsingar til að framleiða gaddaprótein sem finnast á yfirborði kórónuveirunnar. „Þegar bóluefnið hefur verið gefið fara genaupplýsingarnar úr adenóveirunum inn í frumur líkamans sem hefja framleiðslu á gaddapróteinum. Ónæmiskerfið lítur á þau sem framandi fyrirbæri og hefur varnir með því að framleiða mótefni og T-frumur gegn gaddapróteininu. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja viðkomandi einstakling gegn sýkingu af völdum SARS-CoV-2 kórónuveirunnar.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48 Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Yrði það gert með því skilyrði að 75% af keyptum skömmtum verði afhentir í síðasta lagi 2. júní og að bóluefnið verði þá komið með markaðsleyfi í Evrópu. Þetta kemur fram í drögum heilbrigðisráðuneytisins að viðbrögðum við viljayfirlýsingu Russian Direct Investment Fund sem hefur milligöngu um sölu bóluefnisins gegn Covid-19. Barst yfirlýsingin stjórnvöldum í kjölfar fundar fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V. RÚV greindi áður frá málinu. Feli ekki í sér skuldbindingu Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er tekið fram að undirritun viljayfirlýsingarinnar feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Sputnik V. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi ráðherrum frá stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Russian Direct Investment Fund er þjóðarsjóður í eigu rússneska ríkisins en hann fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu. Sputnik V hefur verið í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu frá því í byrjun mars. Lýkur því ferli þegar nægjanleg gögn liggja fyrir til að sækja formlega um markaðsleyfi. Fær frumur líkamans til að framleiða gaddapróteinið Sputnik V virkar svipað og bóluefni AstraZeneca og Janssen að því leyti að skaðlaus veira er nýtt til að flytja erfðaefni kórónuveirunnar inn í líkamann til að vekja mótefnasvar. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að Sputnik V innihaldi tvær gerðir adenóveira, Ad26 og Ad5, sem hafi verið breytt á þann veg að þær innihaldi genaupplýsingar til að framleiða gaddaprótein sem finnast á yfirborði kórónuveirunnar. „Þegar bóluefnið hefur verið gefið fara genaupplýsingarnar úr adenóveirunum inn í frumur líkamans sem hefja framleiðslu á gaddapróteinum. Ónæmiskerfið lítur á þau sem framandi fyrirbæri og hefur varnir með því að framleiða mótefni og T-frumur gegn gaddapróteininu. Sú vörn mun síðar koma að gagni til að verja viðkomandi einstakling gegn sýkingu af völdum SARS-CoV-2 kórónuveirunnar.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48 Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17
Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V. 7. apríl 2021 12:48
Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26. mars 2021 15:19