#MeToo - ég gerði það líka Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 7. maí 2021 13:30 Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Önnur bylgja af #MeToo hófst í gær hér á Íslandi. Ég vona að þessi bylgja verði til þess að gerendur fari að nota myllumerkið #MeToo til að segja “ég gerði það líka”. Ég hef verið mikil talskona þess að við sem samfélag sköpum pláss fyrir gerendur til að stíga fram og taka ábyrgð á gjörðum sínum. Með því erum við ekki að fara að veita þeim bikar eða verðlaun, eða kalla þá hetjur. Við getum samt vonandi sleppt því að skrímslavæða þá, því það hefur ekki verið að skila neinum ávinningi í þessum málaflokki. Ég þekki sjálf gerendur persónulega sem hafa játað og tekið ábyrgð á gjörðum sínum á sl. árum í kjölfar bæði #þöggun-byltingar árið 2015 sem kennd er við Beautytips og svo líka í #MeToo byltingunni árið 2017. Fyrir vikið get ég líka sagt ykkur að fullyrðingin “Þöggun er besti vinur ofbeldismannsins” á ekki alltaf við. Hún getur líka verið óvinur hans. Óvinur okkar allra. Þessi mál liggja mjög þungt á mér þessa dagana, eðlilega. Allt í kringum mig eru mjög triggeraðir þolendur sem eiga eftir að vinna úr áföllum sínum eða jafnvel ávarpa þau. Ástæðan fyrir því að margar konur hafa ekki burði til að ávarpa þessi áföll er að stórum hluta til viðbrögð samfélaga við áföllum á borð við ofbeldi. Andúð á ofbeldisbrotum er oft beint ranglega að þeim sem hefur máls á þeim, þeim sem segir frá. Við búum í samfélagi þar sem gerendur ofbeldis eru saklausir en þolendur sekir um uppspuna, athyglissýki, tilraunir til að skemma mannorð af ásetningi, þar til sektin er sönnuð. Atburðir síðustu daga minntu mig að sumu leyti á viðbrögð bæjarbúa Húsavíkur í kringum síðustu aldamót. Þar klofnaði samfélagið í tvennt, þar með talið fjölskyldur og vinahópar. Þrátt fyrir að gerandinn hafi verið fundinn sekur um nauðgun fyrir dómstólum voru allavega yfir 100 manns sem skrifuðu upp á það að þau töldu hann saklausan. Þolandinn í því máli sagði sjálf í viðtali við Kastljós árið 2013: “Það var eins og það væri auðveldara að trúa því að ég væri að ljúga en að hann væri nauðgari.” Að því sögðu langar mig að minna á að uppspuni og lygar um ofbeldi eru tæplega 2% af öllum tilkynntum brotum. Það er að mínu mati afar skaðlegt fyrir málaflokkinn hvað þau mál fá mikið pláss í umræðunni hvarvetna. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar “Áfallasaga íslenskra kvenna” hafa 40% af öllum íslenskum konum orðið fyrir ofbeldi á ævi sinni. Þar af er stór hópur sem hefur aldrei opnað á það, hvað þá opinberlega. Að lokum vil ég segja við þolendur: Ég stend með ykkur og ég trúi ykkur. Hvort sem þið komið fram undir nafni eða ekki. Við gerendur vil ég segja: Ég stend með ykkur og vil styðja ykkur til að stíga fram, játa ofbeldið og taka ábyrgð á gjörðum ykkar. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun