Rassían í Ríó: Saka lögregluna um aftökur utan dóms og laga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 12:31 Vopnaðir lögreglumenn bera burt lík meints glæpamanns í Jacarezinho-hverfinu í Río. Gagnrýnt er að sönnunargögn hafi ekki verið varðveitt en 25 manns féllu í aðgerð lögreglu í gær. Vísir/EPA Íbúar í fátækrahverfi í Río de Janeiro í Brasilíu saka lögregluna í borginni um að hafa myrt fólk sem vildi gefast upp og ráðist inn á heimili án leitarheimildar í blóðugustu rassíu í sögu borgarinnar í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns féllu, þar á meðal einn lögreglumaður. Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar. Brasilía Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar.
Brasilía Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira