Borgarráð rígheldur í berin: „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 07:04 Á þessum litla reit ber Guðmundi að leggja gras og gróðursetja berjarunna. Þegar verktakinn hefur skilað af sér er ekkert sem kemur í veg fyrir að íbúar taki gróðurinn upp og klári pallana. Mynd/Guðmundur Heiðar Helgason Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, neyðist til að gróðursetja berjarunna á tíu fermetra sérafnotareit við íbúð sína eftir að meirihluti borgarráðs hafnaði því í gær að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Forsaga málsins er sú að Guðmundur og fjölskylda hans fluttu inn í nýja íbúð í nóvember síðastliðnum en henni fylgdi umræddur sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Það kom fjölskyldunni á óvart þegar smiðir kláruðu aðeins helming af gólfinu en þá kom í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar mátti pallurinn ekki ná yfir allan reitinn. Þvert á móti var lögð sú kvöð á íbúa að vera með gras yfir helmingi flatarins og auk þess ætti að vera berjarunni á hverjum reit. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt,“ sagði Guðmundur á Facebook í janúar síðastliðnum. „Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ „Forræðishyggjan birtist víða“ Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna segir að í málinu takist á tvö sjónarmið; annars vegar að íbúar eigi að ráðstafa sínum sérafnotareitum með þeim hætti sem þeir kjósa og hins vegar sjónarmiðin um gróðurþekju og líffræðilega fjölbreytni á svæðinu. Skipulagsbreytingin myndi þannig verða til þess að heildargróðurþekja á svæðinu lækkaði. „Forræðishyggjan birtist víða,“ bókuðu hins vegar sjálfstæðismenn. „Hér er hafnað þeirri ósk íbúa og verktaka að íbúar fái að ráða þeim litlu svæðum sem þeir hafa í görðum sínum. Því erum við ósammála og teljum að fólk eigi að hafa athafnafrelsi á heimilum sínum og í görðum. Þá vekur athygli að þótt ekki eigi að tryggja íbúum frelsi um ráðstöfun eigin garða, er ekki fyrirhugað að framkvæma lokaúttekt á sérafnotareitunum. Á sama tíma og íbúar eru skikkaðir til að rækta pínulitla berjarunna er verulega vegið að grænum svæðum borgarinnar sem henni hefur verið treyst fyrir.“ „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ spurði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðflokksins, í sinni bókun. „Hér er um að ræða minnstu garða í heimi. Hver „garður“ samkvæmt skilgreiningu borgarstjóra og meirihlutans verður 2,5-5,0 fermetrar og í „garðinum“ skuli vera berjarunni. Allt er þetta gert til að gróðurþekjan og líffræðileg fjölbreytni á svæðinu haldi sér. Þetta eru afleiðingar þrengingarstefnu meirihlutans. Það er ekki hægt að skálda svona vitleysu upp – en allt er greinilega hægt í Reykjavík.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Guðmundur og fjölskylda hans fluttu inn í nýja íbúð í nóvember síðastliðnum en henni fylgdi umræddur sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Það kom fjölskyldunni á óvart þegar smiðir kláruðu aðeins helming af gólfinu en þá kom í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar mátti pallurinn ekki ná yfir allan reitinn. Þvert á móti var lögð sú kvöð á íbúa að vera með gras yfir helmingi flatarins og auk þess ætti að vera berjarunni á hverjum reit. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt,“ sagði Guðmundur á Facebook í janúar síðastliðnum. „Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ „Forræðishyggjan birtist víða“ Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna segir að í málinu takist á tvö sjónarmið; annars vegar að íbúar eigi að ráðstafa sínum sérafnotareitum með þeim hætti sem þeir kjósa og hins vegar sjónarmiðin um gróðurþekju og líffræðilega fjölbreytni á svæðinu. Skipulagsbreytingin myndi þannig verða til þess að heildargróðurþekja á svæðinu lækkaði. „Forræðishyggjan birtist víða,“ bókuðu hins vegar sjálfstæðismenn. „Hér er hafnað þeirri ósk íbúa og verktaka að íbúar fái að ráða þeim litlu svæðum sem þeir hafa í görðum sínum. Því erum við ósammála og teljum að fólk eigi að hafa athafnafrelsi á heimilum sínum og í görðum. Þá vekur athygli að þótt ekki eigi að tryggja íbúum frelsi um ráðstöfun eigin garða, er ekki fyrirhugað að framkvæma lokaúttekt á sérafnotareitunum. Á sama tíma og íbúar eru skikkaðir til að rækta pínulitla berjarunna er verulega vegið að grænum svæðum borgarinnar sem henni hefur verið treyst fyrir.“ „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ spurði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðflokksins, í sinni bókun. „Hér er um að ræða minnstu garða í heimi. Hver „garður“ samkvæmt skilgreiningu borgarstjóra og meirihlutans verður 2,5-5,0 fermetrar og í „garðinum“ skuli vera berjarunni. Allt er þetta gert til að gróðurþekjan og líffræðileg fjölbreytni á svæðinu haldi sér. Þetta eru afleiðingar þrengingarstefnu meirihlutans. Það er ekki hægt að skálda svona vitleysu upp – en allt er greinilega hægt í Reykjavík.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira