25 í valnum eftir eina mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Ríó Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 23:26 Fjölmargir þungvopnaðir lögregluþjónar komu að atlögunni. EPA/Andre Coelho Minnst einn lögregluþjónn og 24 meintir glæpamenn eru látnir eftir mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Brasilíu gegn glæpagengi um árabil. Atlagan beindist gegn fíkniefnasmyglurum í einu af fátækrahverfum Ríó de Janeiro, sem kallast Jacarezinho og réðust þungvopnaðir lögregluþjónar til atlögu á brynvörðum bílum og þyrlum. Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag. Brasilía Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag.
Brasilía Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila