Aukaverkanir Janssen vekja litla lukku hjá bólusettum Sylvía Hall skrifar 6. maí 2021 20:54 Mikill fjöldi var bólusettur með bóluefni Janssen í gær, en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af Janssen til að vera fullbólusettur. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks í kennarastétt fékk langþráða bólusetningu í gær þegar bólusetningar hófust eftir stafrófsröð innan stéttarinnar. Bóluefni Janssen var á boðstólnum, en aukaverkanir hafa þó sett strik í reikninginn varðandi starfsemi sumra skóla. Fleiri hafa greint frá slíkum aukaverkunum á samfélagsmiðlum. Vísir greindi frá því í morgun að mikil veikindi væru meðal starfsmanna í kjölfar bólusetningar á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. Þegar blaðamaður ræddi við leikskólastjóra í morgun voru sautján af tuttugu starfsmönnum sem fóru í bólusetningu veikir. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir eitthvað um það að kennsla hafi verið skert í dag. „Það er eitthvað um það að börn geti ekki mætt í leikskólana og kennslan er skert. Leikskólinn er viðkvæmur fyrir mönnun og við biðlum til foreldra að taka því vel, en þetta gengur vonandi hratt yfir, bæði bólusetningin og bati þeirra sem fá eftirköst og ég sendi þeim öllum mínar batakveðjur,“ sagði Haraldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist vona að foreldrar sýni stöðunni skilning. „Ég trúi ekki öðru. Við erum að standa í þessu saman og nú er verið að ráðast í að bólusetja þessa framlínustétt, sem er vel og þá eru bara bjartari tímar fram undan.“ „Góð hugmynd að hafa þetta á miðvikudegi“ Bólusetningar hafa gengið hratt fyrir sig undanfarna daga og hafa margir fagnað sínu boði með færslum á samskiptamiðlum og myndum frá Laugardalshöll. Í dag hafa þó nokkrir greint frá aukaverkunum í kjölfar bólusetningar á Twitter og eru dæmi um að deildum leikskóla hafi verið lokað. Ok ALLIR starfsmenn á deildinni hjá syninum liggja í valnum eftir Janssen í gær. Nokkrum deildum lokað.Góð hugmynd að hafa þetta á miðvikudegi.— H(alld)óra Stuðpjása (@halldorabirta) May 6, 2021 Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson er einn þeirra sem fékk bólusetningu í gær, en hann hefur ákveðið að kalla aukaverkanirnar „covid light“. þá er maður bara kominn með hita eftir janssen— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) May 5, 2021 eða covid light öllu heldur— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) May 5, 2021 Flestir lýsa hefðbundnum flensueinkennum; hita, hausverk, slappleika og beinverkjum. Margir hafa deilt reynslu sinni á samfélagsmiðlum, enda mikill fjöldi sem fékk bólusetningu í gær. Er fólk almennt að fokkast upp eftir Jansen í morgun?— vaselín (@_elinasbjarnar) May 5, 2021 Janssen er ekki að fara vel í mann þennan morguninn.Hausverkur og beinverkir 🤯Fleiri að tengja við þetta?— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) May 6, 2021 Jansen í gærkvöldi got me like pic.twitter.com/jAhTBqMR47— Viktor Birgisson (@ViktorBirgiss) May 6, 2021 Já. Líður eins og eftir marga daga af hita. Beinverkir, þorsti, þreyta.— Snæbjörn (@artybjorn) May 6, 2021 Ég var fínn í gær, var bara úti eftir vinnu og grillaði og bara í fínum gír. Fór í leikskólann í morgun, mörg frá og foreldrar beðnir að hafa börn heima ef þau gætu. Er svo smátt og smátt búinn að koðna niður og er kominn heim undir teppi með hitavellu og slen.— Egill Óskarsson (@Egillo) May 6, 2021 Dagskrárgerðarkonan Lóa Björk Björnsdóttir reynir þó að slá á einkennin. Frétti að appelsín ísnál væri það eina sem dugaði gegn þessum Janssen eftirköstum.— Lóa Björk (@lillanlifestyle) May 6, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni. 6. maí 2021 16:49 Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. 6. maí 2021 12:41 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að mikil veikindi væru meðal starfsmanna í kjölfar bólusetningar á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. Þegar blaðamaður ræddi við leikskólastjóra í morgun voru sautján af tuttugu starfsmönnum sem fóru í bólusetningu veikir. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir eitthvað um það að kennsla hafi verið skert í dag. „Það er eitthvað um það að börn geti ekki mætt í leikskólana og kennslan er skert. Leikskólinn er viðkvæmur fyrir mönnun og við biðlum til foreldra að taka því vel, en þetta gengur vonandi hratt yfir, bæði bólusetningin og bati þeirra sem fá eftirköst og ég sendi þeim öllum mínar batakveðjur,“ sagði Haraldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist vona að foreldrar sýni stöðunni skilning. „Ég trúi ekki öðru. Við erum að standa í þessu saman og nú er verið að ráðast í að bólusetja þessa framlínustétt, sem er vel og þá eru bara bjartari tímar fram undan.“ „Góð hugmynd að hafa þetta á miðvikudegi“ Bólusetningar hafa gengið hratt fyrir sig undanfarna daga og hafa margir fagnað sínu boði með færslum á samskiptamiðlum og myndum frá Laugardalshöll. Í dag hafa þó nokkrir greint frá aukaverkunum í kjölfar bólusetningar á Twitter og eru dæmi um að deildum leikskóla hafi verið lokað. Ok ALLIR starfsmenn á deildinni hjá syninum liggja í valnum eftir Janssen í gær. Nokkrum deildum lokað.Góð hugmynd að hafa þetta á miðvikudegi.— H(alld)óra Stuðpjása (@halldorabirta) May 6, 2021 Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson er einn þeirra sem fékk bólusetningu í gær, en hann hefur ákveðið að kalla aukaverkanirnar „covid light“. þá er maður bara kominn með hita eftir janssen— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) May 5, 2021 eða covid light öllu heldur— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) May 5, 2021 Flestir lýsa hefðbundnum flensueinkennum; hita, hausverk, slappleika og beinverkjum. Margir hafa deilt reynslu sinni á samfélagsmiðlum, enda mikill fjöldi sem fékk bólusetningu í gær. Er fólk almennt að fokkast upp eftir Jansen í morgun?— vaselín (@_elinasbjarnar) May 5, 2021 Janssen er ekki að fara vel í mann þennan morguninn.Hausverkur og beinverkir 🤯Fleiri að tengja við þetta?— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) May 6, 2021 Jansen í gærkvöldi got me like pic.twitter.com/jAhTBqMR47— Viktor Birgisson (@ViktorBirgiss) May 6, 2021 Já. Líður eins og eftir marga daga af hita. Beinverkir, þorsti, þreyta.— Snæbjörn (@artybjorn) May 6, 2021 Ég var fínn í gær, var bara úti eftir vinnu og grillaði og bara í fínum gír. Fór í leikskólann í morgun, mörg frá og foreldrar beðnir að hafa börn heima ef þau gætu. Er svo smátt og smátt búinn að koðna niður og er kominn heim undir teppi með hitavellu og slen.— Egill Óskarsson (@Egillo) May 6, 2021 Dagskrárgerðarkonan Lóa Björk Björnsdóttir reynir þó að slá á einkennin. Frétti að appelsín ísnál væri það eina sem dugaði gegn þessum Janssen eftirköstum.— Lóa Björk (@lillanlifestyle) May 6, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Leikskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni. 6. maí 2021 16:49 Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. 6. maí 2021 12:41 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni. 6. maí 2021 16:49
Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. 6. maí 2021 12:41
Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31