Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2021 11:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Aðsend Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áslaugu Örnu en sameiginlegt prófkjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fer fram dagana 4. til 5. júní næstkomandi. Hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist sömuleiðis eftir því að leiða annan lista flokksins í Reykjavík. Áslaug hefur verið þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2016 og var skipuð dómsmálaráðherra í september 2019. Hún hefur einnig gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd, Íslandsdeild NATO og utanríkismálanefnd Alþingis. Árið 2015 var Áslaug Arna kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Mikilvæg verkefni framundan „Í störfum mínum síðastliðin ár hef ég lagt mig fram um að nýta þau tækifæri sem ég hef sóst eftir og fengið til að vinna að því að hafa góð áhrif á samfélag okkar og tryggja réttindi einstaklinga. Innan Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi og sem dómsmálaráðherra. Stjórnmál eiga að snúast um það að gera samfélagið betra og réttlátara þannig að sem flestir geti nýtt þau tækifæri sem til staðar eru. Við eigum að stefna að því að einfalda líf fólks og að kerfið lagi sig að fólki en fólk þurfi ekki að laga sig að kerfinu. Ég vil byggja á bjartsýni til framtíðar, nýta góðar hugmyndir og raunhæfar lausnir, tryggja öryggi okkar og samkeppnishæfni landsins og sameina ólík sjónarmið í samfélaginu. Það eru mikilvæg verkefni framundan en á sama tíma bíða okkar enn fleiri tækifæri sem við þurfum að grípa,“ segir Áslaug Arna í yfirlýsingu sinni. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áslaugu Örnu en sameiginlegt prófkjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fer fram dagana 4. til 5. júní næstkomandi. Hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist sömuleiðis eftir því að leiða annan lista flokksins í Reykjavík. Áslaug hefur verið þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2016 og var skipuð dómsmálaráðherra í september 2019. Hún hefur einnig gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd, Íslandsdeild NATO og utanríkismálanefnd Alþingis. Árið 2015 var Áslaug Arna kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Mikilvæg verkefni framundan „Í störfum mínum síðastliðin ár hef ég lagt mig fram um að nýta þau tækifæri sem ég hef sóst eftir og fengið til að vinna að því að hafa góð áhrif á samfélag okkar og tryggja réttindi einstaklinga. Innan Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi og sem dómsmálaráðherra. Stjórnmál eiga að snúast um það að gera samfélagið betra og réttlátara þannig að sem flestir geti nýtt þau tækifæri sem til staðar eru. Við eigum að stefna að því að einfalda líf fólks og að kerfið lagi sig að fólki en fólk þurfi ekki að laga sig að kerfinu. Ég vil byggja á bjartsýni til framtíðar, nýta góðar hugmyndir og raunhæfar lausnir, tryggja öryggi okkar og samkeppnishæfni landsins og sameina ólík sjónarmið í samfélaginu. Það eru mikilvæg verkefni framundan en á sama tíma bíða okkar enn fleiri tækifæri sem við þurfum að grípa,“ segir Áslaug Arna í yfirlýsingu sinni.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43