Myndband: Ari kallaður illum nöfnum í hávaðarifrildi eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 10:31 Ari Freyr Skúlason og Jack Hendry rifust í búningsklefa Oostende í lok janúar. Ari, sem á að baki 79 A-landsleiki, er nú orðinn leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Samsett/Skjáskot og Getty Ari Freyr Skúlason átti í harkalegum orðaskiptum við skoskan liðsfélaga sinn í búningsklefa belgíska liðsins Oostende eftir leik í janúar. Myndband af háværu rifrildi þeirra hefur nú verið birt. Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til. Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til.
Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira