Sextán stig gætu á sama tíma dugað inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 14:01 Haukarnir myndu fagna mest ef úrslitin yrðu eins og farið er yfir hér fyrir neðan. Hér fagna Hansel Atencia og Hilmar Pétursson körfu í sigurleik á móti Tindastól á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferðir Domino´s deildar karla í körfubolta eiga örugglega eftir að bjóða upp á mikla dramatík enda eru lið á sama tíma á barmi þess að komast í úrslitakeppnina og að falla úr deildinni. Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið. Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið.
8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis)
8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis)
9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik)
Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik