Sextán stig gætu á sama tíma dugað inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 14:01 Haukarnir myndu fagna mest ef úrslitin yrðu eins og farið er yfir hér fyrir neðan. Hér fagna Hansel Atencia og Hilmar Pétursson körfu í sigurleik á móti Tindastól á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferðir Domino´s deildar karla í körfubolta eiga örugglega eftir að bjóða upp á mikla dramatík enda eru lið á sama tíma á barmi þess að komast í úrslitakeppnina og að falla úr deildinni. Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið. Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira
Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið.
8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis)
8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis)
9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik)
Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira