Íslenski boltinn

Finnur Tómas lánaður til KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Tómas Pálmason hefur spilað stórt hlutverk hjá KR undanfarin ár. Núna snýr hann til baka.
Finnur Tómas Pálmason hefur spilað stórt hlutverk hjá KR undanfarin ár. Núna snýr hann til baka. Vísir/Bára

Finnur Tómas Pálmason mun spila með KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í sumar en hann kemur á láni frá Norrköping.

Finnur Tómas hefur verið utan hóps hjá sænska félaginu í síðustu leikjum en KR-ingar fá þarna góðan liðstyrk.

Fótbolti.net segir frá því að Finnur lendi á Íslandi í dag og að hann komi til með að auka breiddina í varnarlínu Vesturbæjarliðsins.

Finnur Tómas er tvítugur síðan í febrúar og varð Íslandsmeistari með KR-ingum sumarið árið 2019 þegar hann sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki félagsins.

Finnur Tómas Pálmason fór frá KR til sænska félagsins í janúar og skrifaði undir samning út árið 2024.

Næstu leikir KR eru á móti KA á morgun og svo á móti Fylki á miðvikudaginn. KR vann 2-0 sigur á Breiðabliki í fyrstu umferðinni og byrjaði því mótið frábærlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×