Blaðamaður mbl.is segir sig úr stjórn Blaðamannafélags Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 17:21 Þrír blaðamenn hjá Morgunblaðinu og mbl.is hafa sagt af sér störfum á vegum Blaðamannafélags Íslands í vikunni. Vísir/Egill Þorsteinn Ásgrímsson, blaðamaður á mbl.is, hefur sagt sig úr stjórn Blaðamannafélags Íslands. Talsverður óróleiki hefur verið meðal blaðamanna Morgunblaðsins og mbl.is undanfarna daga eftir að stjórn BÍ gerði athugasemd við auglýsingabirtingu Samherja á miðlinum. Báðir trúnaðarmenn BÍ hjá Morgunblaðinu sögðu af sér þeim störfum í vikunni, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson. Ástæða beggja afsagna var afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem birt er á vef Blaðamannafélagsins, segir hann að ákvörðunarferli eftir stjórnarfund BÍ síðasta föstudag og yfirlýsing félagsins í kjölfarið hafi ekki verið í takt við þá samvinnu innan stjórnar og stéttarinnar í heild sem hann telji mikilvæga. „Ég tel mikilvægt að haldinn sé umræðufundur eins og stefnt er að á fimmtudaginn vegna háttsemi Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirtækið og að sú umræða sé tekin á víðum grundvelli. Slíkt er nauðsynlegt í faginu þegar stórfyrirtæki fer gegn ákveðnum fréttamönnum,“ skrifar Þorsteinn í tilkynningunni. Umrædd auglýsing Samherja sem birtist á mbl.is á dögunum bar yfirskriftina: „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“. Í auglýsingunni er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur blaðamönnum RÚV hafi ekki leitt til þess að Helga Seljan fréttamann hafi verið bannað að fjalla frekar um mál Samherja. Í kjölfarið fordæmdi stjórn Blaðamannafélags Íslands Árvakur, útgáfufélag mbl.is og Morgunblaðsins, fyrir að hafa birt auglýsinguna. Í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði að auglýsingin væri liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Yfirlýsing félagsins var meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á RÚV, í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56 Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Báðir trúnaðarmenn BÍ hjá Morgunblaðinu sögðu af sér þeim störfum í vikunni, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson. Ástæða beggja afsagna var afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem birt er á vef Blaðamannafélagsins, segir hann að ákvörðunarferli eftir stjórnarfund BÍ síðasta föstudag og yfirlýsing félagsins í kjölfarið hafi ekki verið í takt við þá samvinnu innan stjórnar og stéttarinnar í heild sem hann telji mikilvæga. „Ég tel mikilvægt að haldinn sé umræðufundur eins og stefnt er að á fimmtudaginn vegna háttsemi Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirtækið og að sú umræða sé tekin á víðum grundvelli. Slíkt er nauðsynlegt í faginu þegar stórfyrirtæki fer gegn ákveðnum fréttamönnum,“ skrifar Þorsteinn í tilkynningunni. Umrædd auglýsing Samherja sem birtist á mbl.is á dögunum bar yfirskriftina: „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“. Í auglýsingunni er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur blaðamönnum RÚV hafi ekki leitt til þess að Helga Seljan fréttamann hafi verið bannað að fjalla frekar um mál Samherja. Í kjölfarið fordæmdi stjórn Blaðamannafélags Íslands Árvakur, útgáfufélag mbl.is og Morgunblaðsins, fyrir að hafa birt auglýsinguna. Í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði að auglýsingin væri liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Yfirlýsing félagsins var meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á RÚV, í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56 Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00