Íslendingur leiðtogi „költs“ þar sem kynferðisleg orka er sögð ráða ríkjum Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 14:59 Guðni Halldór "Frater Ged" Guðnason er skólameistari Modern Mystery School. Modern Mystery School Íslendingurinn Guðni Halldór Guðnason, fæddur 1958, rekur að sögn fréttamiðilsins VICE hálfgerða svikamyllu sem heitir Modern Mystery School. Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna. Íslendingar erlendis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna.
Íslendingar erlendis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira