Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:57 Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær kallaði á viðbrögð til að vernda vatnsból og vatnsverndarsvæði borgarinnar. Vísir/Vilhelm Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði. Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21
Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35