Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:21 Mikinn reyk lagði frá gróðureldunum í Heiðmörk í gærkvöldi. Slökkviliðið telur að um tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið. Vísir/Vilhelm Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira