Segjum upp hörmungarsamningnum! Guttormur Þorsteinsson skrifar 5. maí 2021 08:01 Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Hernaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar