Pattstaða í stjórnarmyndunarviðræðum Netanjahús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2021 09:38 Likud-flokkur Netanjahús gæti í fyrsta sinn í tólf ár verið í stjórnarandtöðu takist Netanjahú að tryggja stjórnarmeirihluta. AP/Maya Alleruzzo Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár. Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Netanjahú hefur ekki reynst auðvelt að tryggja stjórnarmeirihluta í kjölfar þingkosninganna sem fóru fram þann 23. mars síðastliðinn. Það voru fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum sem enduðu án augljóss sigurvegara. Og þrátt fyrir fjölda funda með öðrum þingflokksleiðtogum hefur Netanjahú ekki tekist að tryggja stjórnarsamstarf á þeim fjórum vikum sem hann hafði til þess. Nú flyst stjórnarmyndunarumboðið aftur til Reuven Rivlin, forseta landsins. Rivlin getur ákveðið að afhenda öðrum þingflokksleiðtoga umboðið, veitt Netanjahú tveggja vikna aukafrest eða hann gæti veitt þinginu umboð til að velja ríkisstjórn. Verði síðasti valkosturinn fyrir valinu þýðir það að þingmaður verði næsti forsætisráðherra, sem almennt tíðkast ekki í Ísrael. Takist ekkert af þessu mun þurfa að boða til enn einna þingkosninganna í haust. Þarf að tryggja minnst 61 þingmann til að ná stjórnarmeirihluta Í þingkosningunum í mars hlaut Likud-flokkurinn flest þingsvæði, eða 30 af 120 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn hins vegar þarf flokkurinn að tryggja sér samstarf með minnst tveimur öðrum flokkum, eða ná minnst 61 þingmönnum í stjórnarmeirihluta. Svo virðist vera sem engir flokkar vilji starfa með Likud og Netanjahú en það hefur reynst flokknum erfitt hve þjóðernissinnaður Netanjahú er og afstöðu hans til trúarmála. Hægri flokkurinn Yamina, sem fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús leiðir, hefur meira að segja afþakkað stjórnarsamstarf með Likud. Flokkurinn Ný von (e. New Hope) hefur einnig neitað stjórnartsamstarfi, en hann leiðir einnig fyrrverandi aðstoðarmaður Netanjahús. Hann segir ástæðu þess að flokkarnir geti ekki starfað saman drastískan mun á persónulegum skoðunum. Þá hefur hægriflokkurinn Trúarlegur síonismi (e. Religious Zionism) neitað að mynda stjórn með Likud en til þess að tryggja stjórnarmeirihluta þyrftu flokkarnir að starfa með einhverjum flokka Araba sem er á þingi. Þá hefur reynst Netanjahú erfitt að dómsmál gegn honum stendur nú yfir en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu, fjársvik, trúnaðarbrot og mútuþægni. Nú standa vitnaleiðslur yfir í dómsmálinu og hefur eitt vitnanna meðal annars greint frá því að Netanjahú hafi skipst á greiðum við valdamikinn fjölmiðlamógúl. Netanjahú hefur neitað allri sök í málinu.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 6. apríl 2021 11:34
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 24. mars 2021 13:03
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. 23. mars 2021 07:56