Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Árni Jóhannsson skrifar 3. maí 2021 22:02 Colin Pryor hjálpaði sínum mönnum að landa góðum sigri í kvöld Vísir/Vilhelm Gunnarsson ÍR skoraði fyrstu körfu leiksins en það áttu eftir að líða því þrír leikhlutara áður en þeir komust yfir aftur á móti Stjörnunni. Stjarnan var fyrri til að ná áhlaupi í leiknum og var það kraftmikil vörn og góður sóknarleikur sem skildi liðin að en eftir fyrsta leikhluta þá var staðan 18-26 gestina í vil og gátu þeir verið sáttir með sinn hlut. Heimamenn náðu áhlaupi í öðrum leikhluta en voru sjálfum sér verstir á löngum köflum þar sem einbeiting þeirra í vörn gaf gestunum mörg opin skot sem rötuðu ofan í og svo skapaðist ráðaleysi í sóknarleik þeirra sem gerði Stjörnumönnum bara auðveldara fyrir að halda forskotinu þægilegu það sem eftir var af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 46-57 og var tilfinningin þannig að ef STjarnan héldi áfram að spila sinn leik þá var ekki mikill möguleiki fyrir ÍR að vinna. Framan af þriðja leikhluta þá virtist svo ætla að vera en um miðjan þriðja leikhluta byrjaði Sigvaldi Eggertsson að setja niður þriggja stiga körfur sem gerði það að verkum að það vaknaði trú í brjósti heimamanna. Þeir náðu muninum niður fyrir 10 stigin og var staða 76-83 fyrir Stjörnuna sem að sama skapi fóru að missa trúa á því sem þeir voru að gera og voru þeir eiginlega heillum horfnir í fjórða leikhluta. ÍR jafnaði metin í 83-83 en misstu Stjörnumenn aftur fjórum stigum framúr sér en í stað þess að draga sig inn í skel þá mættu þeir gestunum af miklum krafti, komust yfir og hleyptu leiknum upp í þannig leik að skipst var á körfum þannig að skipst var á forskotinu sí og æ. Þegar 23 sek voru eftir þá var staðan 96-95 og Stjarnan átti boltann. Uppleggið var eitt skot í lokin og fékk Ægir Þór Steinarsson það hlutverk að drippla boltanum og gera síðan árás á teiginn. ÍR stoppaði hann í sinni aðgerð og fékk Evan Singletary vítaskot þar sem annað fór ofan í. Stjörnumenn náðu ekki skoti og ÍR landaði fræknum sigri sem ætti að brýna þá fyrir seinustu leikina sem skera úr um hvort þeir fari í úrslitakeppni eða ekki eða hvort þeir falli úr deildinni. Afhverju vann ÍR? Trúin flytur fjöll og það átti við ÍR í kvöld. Þegar trúin birtist fyrir þeim að þeir gætu unnið þetta þá fór varnarleikurinn að smella og þau skot sem fóru ofan í skiptu máli. Á hinn bóginn misstu Stjörnumenn trú á sínu verkefni en þjálfari þeirra sagði að á meðan þeir voru að spila venjulegan deildarleik þá voru ÍR-ingar að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þar að auki tapaði Stjarnan 21 bolta í leiknum og skoraði ÍR 23 stig eftir tapaða bolta. Það telur í svona leikjum. Bestir á vellinum? Zvonko Buljan var í senn skúrkur og hetja í kvöld. Í fyrri hálfleik náði hann ekki einu frákasti en skoraði 13 stig. Það er eiginlega ótrúlegt að maður sem er titlaður miðherji í liði nái ekki einu frákasti á 20 mín leikkafla. Íseinni hálfleik bætti hann úr því og náði í fimm stykki. Áfram hélt hann að skora og endaði með 30 stig og leiddi sína menn til sigurs. Sigvaldi Eggertsson þarf að fá úthróp því hann skoraði 12 stig sem öll komu úr þriggja stiga skotum en hann reyndi fjögur þannig og fjögur þannig fóru niður. Hjá Stjörnunni var Gunnar Ólafsson stigahæstur með 24 stig þar sem 19 komu í fyrri háfleik. Dúi Jónsson og Orri Guðjónsson nýttu sínar mínútur vel en í seinni háfleik þurfti einhver að stíga inn þegar skotin hjá Gunnari hættu að fara niður. Tölfræði sem vakti athygli. Í háflleik var staðan í frákastabaráttunni 11-25 fyrir gestina en í seinni hálfleik var hún 16-16. Það var því aukakraftur augljóslega í ÍR-ingum. Þá sendi Ægir Þór sex stoðsendingar í fyrri hálfleik en 0 í þeim seinni og munar um minna að hann finni félaga sína í góðum stöðum. Hvað næst? Á fimmtudag mæta Njarðvíkingar í Hellinn og etja kappi við ÍR í leik sem gæti skorið úr um stóran hluta fallbaráttunnar og baráttunnar um seinasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan fær tækifæri til að rétta sinn hlut en þeir taka á móti KR í Garðabænum sama kvöld. Arnar: Við vorum ekki nógu góðir „Heilt yfir í leiknum þá pössum við mjög illa upp á boltann og kannski að við ætluðum bara að spila venjulegan deildarleik á meðan við erum á móti ÍR sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeir börðust meira en við og gerðu okkur erfiðara fyrir. Ég óska þeim til hamingju með sigurinn en þeir voru betri en við í dag. Við vorum ekki nógu góðir og það eru tapaðir boltar, vítaskot og lélegt play-call hjá þjálfaranum“, sagði súr þjáflari Stjörnunnar þegar hann var inntur eftir útskýringum á tapi hans manna. Arnar var svo spurður að því hvort hugarfar hans mann væri eitthvað sem þyrfti að hafa áhyggjur af þegar stutt væri í úrslitakeppni og hvort hægt væri að kveikja á því að menn mættu nógu vel gíraðir í leikina. „Það var ekki það að við mættum ekki nógu vel gíraðir í verkefnið heldur voru ÍR-ingar mikið kraftmeiri en við í kvöld. Við hörfuðum til baka og hugsanlega vorum við einhæfir sóknarlega og þá fer þetta svona.“ Dominos-deild karla ÍR Stjarnan Tengdar fréttir Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik. 3. maí 2021 21:24
ÍR skoraði fyrstu körfu leiksins en það áttu eftir að líða því þrír leikhlutara áður en þeir komust yfir aftur á móti Stjörnunni. Stjarnan var fyrri til að ná áhlaupi í leiknum og var það kraftmikil vörn og góður sóknarleikur sem skildi liðin að en eftir fyrsta leikhluta þá var staðan 18-26 gestina í vil og gátu þeir verið sáttir með sinn hlut. Heimamenn náðu áhlaupi í öðrum leikhluta en voru sjálfum sér verstir á löngum köflum þar sem einbeiting þeirra í vörn gaf gestunum mörg opin skot sem rötuðu ofan í og svo skapaðist ráðaleysi í sóknarleik þeirra sem gerði Stjörnumönnum bara auðveldara fyrir að halda forskotinu þægilegu það sem eftir var af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 46-57 og var tilfinningin þannig að ef STjarnan héldi áfram að spila sinn leik þá var ekki mikill möguleiki fyrir ÍR að vinna. Framan af þriðja leikhluta þá virtist svo ætla að vera en um miðjan þriðja leikhluta byrjaði Sigvaldi Eggertsson að setja niður þriggja stiga körfur sem gerði það að verkum að það vaknaði trú í brjósti heimamanna. Þeir náðu muninum niður fyrir 10 stigin og var staða 76-83 fyrir Stjörnuna sem að sama skapi fóru að missa trúa á því sem þeir voru að gera og voru þeir eiginlega heillum horfnir í fjórða leikhluta. ÍR jafnaði metin í 83-83 en misstu Stjörnumenn aftur fjórum stigum framúr sér en í stað þess að draga sig inn í skel þá mættu þeir gestunum af miklum krafti, komust yfir og hleyptu leiknum upp í þannig leik að skipst var á körfum þannig að skipst var á forskotinu sí og æ. Þegar 23 sek voru eftir þá var staðan 96-95 og Stjarnan átti boltann. Uppleggið var eitt skot í lokin og fékk Ægir Þór Steinarsson það hlutverk að drippla boltanum og gera síðan árás á teiginn. ÍR stoppaði hann í sinni aðgerð og fékk Evan Singletary vítaskot þar sem annað fór ofan í. Stjörnumenn náðu ekki skoti og ÍR landaði fræknum sigri sem ætti að brýna þá fyrir seinustu leikina sem skera úr um hvort þeir fari í úrslitakeppni eða ekki eða hvort þeir falli úr deildinni. Afhverju vann ÍR? Trúin flytur fjöll og það átti við ÍR í kvöld. Þegar trúin birtist fyrir þeim að þeir gætu unnið þetta þá fór varnarleikurinn að smella og þau skot sem fóru ofan í skiptu máli. Á hinn bóginn misstu Stjörnumenn trú á sínu verkefni en þjálfari þeirra sagði að á meðan þeir voru að spila venjulegan deildarleik þá voru ÍR-ingar að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þar að auki tapaði Stjarnan 21 bolta í leiknum og skoraði ÍR 23 stig eftir tapaða bolta. Það telur í svona leikjum. Bestir á vellinum? Zvonko Buljan var í senn skúrkur og hetja í kvöld. Í fyrri hálfleik náði hann ekki einu frákasti en skoraði 13 stig. Það er eiginlega ótrúlegt að maður sem er titlaður miðherji í liði nái ekki einu frákasti á 20 mín leikkafla. Íseinni hálfleik bætti hann úr því og náði í fimm stykki. Áfram hélt hann að skora og endaði með 30 stig og leiddi sína menn til sigurs. Sigvaldi Eggertsson þarf að fá úthróp því hann skoraði 12 stig sem öll komu úr þriggja stiga skotum en hann reyndi fjögur þannig og fjögur þannig fóru niður. Hjá Stjörnunni var Gunnar Ólafsson stigahæstur með 24 stig þar sem 19 komu í fyrri háfleik. Dúi Jónsson og Orri Guðjónsson nýttu sínar mínútur vel en í seinni háfleik þurfti einhver að stíga inn þegar skotin hjá Gunnari hættu að fara niður. Tölfræði sem vakti athygli. Í háflleik var staðan í frákastabaráttunni 11-25 fyrir gestina en í seinni hálfleik var hún 16-16. Það var því aukakraftur augljóslega í ÍR-ingum. Þá sendi Ægir Þór sex stoðsendingar í fyrri hálfleik en 0 í þeim seinni og munar um minna að hann finni félaga sína í góðum stöðum. Hvað næst? Á fimmtudag mæta Njarðvíkingar í Hellinn og etja kappi við ÍR í leik sem gæti skorið úr um stóran hluta fallbaráttunnar og baráttunnar um seinasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan fær tækifæri til að rétta sinn hlut en þeir taka á móti KR í Garðabænum sama kvöld. Arnar: Við vorum ekki nógu góðir „Heilt yfir í leiknum þá pössum við mjög illa upp á boltann og kannski að við ætluðum bara að spila venjulegan deildarleik á meðan við erum á móti ÍR sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeir börðust meira en við og gerðu okkur erfiðara fyrir. Ég óska þeim til hamingju með sigurinn en þeir voru betri en við í dag. Við vorum ekki nógu góðir og það eru tapaðir boltar, vítaskot og lélegt play-call hjá þjálfaranum“, sagði súr þjáflari Stjörnunnar þegar hann var inntur eftir útskýringum á tapi hans manna. Arnar var svo spurður að því hvort hugarfar hans mann væri eitthvað sem þyrfti að hafa áhyggjur af þegar stutt væri í úrslitakeppni og hvort hægt væri að kveikja á því að menn mættu nógu vel gíraðir í leikina. „Það var ekki það að við mættum ekki nógu vel gíraðir í verkefnið heldur voru ÍR-ingar mikið kraftmeiri en við í kvöld. Við hörfuðum til baka og hugsanlega vorum við einhæfir sóknarlega og þá fer þetta svona.“
Dominos-deild karla ÍR Stjarnan Tengdar fréttir Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik. 3. maí 2021 21:24
Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik. 3. maí 2021 21:24
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti