Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 09:59 Ástralar geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ára fangelsisvist fyrir að snúa heim frá Indlandi. Getty/James D. Morgan Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. Kórónuveirufaraldurinn hefur náð hæstu hæðum í Indlandi og ástandið er mjög alvarlegt. Yfirvöld í Canberra hafa bannað öll flug frá Indlandi og gildir bannið til 15. maí næstkomandi. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir bannið ekki rasískt. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Ríkisstjórnin var borin sömu ásökunum fyrir rúmu ári síðan þegar við lokuðum fyrir ferðalög frá meginlandi Kína,“ sagði hann í viðtali á útvarpsstöðinni 2GB. „Pólitík eða hugmyndafræði ræður ekki för í heimsfaraldri… þetta hefur ekkert með pólitík að gera, þetta er veira,“ sagði hann í viðtalinu. Þetta er fyrsta skiptið sem Ástralar hafa sætt refsingu fyrir að snúa aftur til landsins. Talið er að um níu þúsund Ástralar séu staddir á Indlandi þessa stundina. Sex hundruð þeirra eru taldir í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Ríkisstjórnin segir aðgerðirnar, sem voru kynntar á laugardaginn, vera byggðar á tilmælum sóttvarnayfirvalda og miðaðar að því að vernda samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn hefur eins og segir verið á mikilli uppleið á Indlandi og hafa meira en 300 þúsund greinst á hverjum degi síðustu tíu daga. Yfirvöld í Ástralíu segja að flest smita sem greinst hafi í Ástralíu undanfarnar tvær vikur megi rekja til fólks sem hafi snúið heim til Ástralíu frá Indlandi. Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að 57 prósent smita sem greinst hafi á landamærum séu meðal fólks sem ferðast hafi frá Indlandi. Það sé 10 prósent hækkun frá því í mars. Ástralía Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur náð hæstu hæðum í Indlandi og ástandið er mjög alvarlegt. Yfirvöld í Canberra hafa bannað öll flug frá Indlandi og gildir bannið til 15. maí næstkomandi. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir bannið ekki rasískt. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Ríkisstjórnin var borin sömu ásökunum fyrir rúmu ári síðan þegar við lokuðum fyrir ferðalög frá meginlandi Kína,“ sagði hann í viðtali á útvarpsstöðinni 2GB. „Pólitík eða hugmyndafræði ræður ekki för í heimsfaraldri… þetta hefur ekkert með pólitík að gera, þetta er veira,“ sagði hann í viðtalinu. Þetta er fyrsta skiptið sem Ástralar hafa sætt refsingu fyrir að snúa aftur til landsins. Talið er að um níu þúsund Ástralar séu staddir á Indlandi þessa stundina. Sex hundruð þeirra eru taldir í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Ríkisstjórnin segir aðgerðirnar, sem voru kynntar á laugardaginn, vera byggðar á tilmælum sóttvarnayfirvalda og miðaðar að því að vernda samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn hefur eins og segir verið á mikilli uppleið á Indlandi og hafa meira en 300 þúsund greinst á hverjum degi síðustu tíu daga. Yfirvöld í Ástralíu segja að flest smita sem greinst hafi í Ástralíu undanfarnar tvær vikur megi rekja til fólks sem hafi snúið heim til Ástralíu frá Indlandi. Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að 57 prósent smita sem greinst hafi á landamærum séu meðal fólks sem ferðast hafi frá Indlandi. Það sé 10 prósent hækkun frá því í mars.
Ástralía Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32
Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45