Sumar barnsins Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifa 3. maí 2021 10:00 Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram. Það er sérstaklega kærkomið að finna vor í lofti nú þegar margir hafa á undanförnu ári upplifað mikinn kvíða og depurð vegna COVID faraldursins. Börn eru þar ekki undanskilin en strangar reglur um hreinlæti og samskipti við aðra, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldum, sífellt tal um COVID og sóttvarnir, og áhyggjur af námi sínu og námsárangri hefur allt gífurleg áhrif á börn. Að auki eiga ekki öll börn öruggt skjól á heimilum sínum, en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði talsvert á síðastliðnu ári sem og málum á borði barnaverndar. Breskt fagfólk á sviði uppeldis- og fræðslu hafa kallað eftir því að sumarið 2021 verði helgað leik. Það sem börn þurfi mest á að halda núna sé að vera úti, leika sér við önnur börn og verja tíma með fjölskyldum sínum eða í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi en ekki að eyða sumrinu í að læra og vinna upp glötuð námstækifæri. Börn þurfa á leik að halda, hann er nauðsynlegur fyrir andlega heilsu þeirra og er undirstaða í námi barna. Í gegnum leik takast þau á við streitu í lífi sínu, efla félagslega færni og sjálfstæði, læra að tala eigin máli og auka líkamlegt, vitsmunalegt og tilfinningalegt þrek sitt. Íslensk stjórnvöld eiga að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um sóttvarnaraðgerðir. Þær þurfa að taka mið af því að hægt verði að bjóða börnum og fjölskyldum upp á áhyggjulaust og skemmtilegt sumar, með stuðningi við barnafjölskyldur. Þá þurfa fjölskyldur og aðstandendur barna að hafa í huga mikilvægi þess að gefa börnum áhyggjulaust sumar með leik í forgrunni og atvinnurekendur að veita svigrúm til að hægt sé að mæta þeim þörfum. Gleðilegt sumar! Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, foreldri í Hafnarfirði og starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, foreldri á Seltjarnarnesi, bæjarfulltrúi og tómstunda- og félagsmálafræðingur Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi í 3. og 4. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Börn og uppeldi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram. Það er sérstaklega kærkomið að finna vor í lofti nú þegar margir hafa á undanförnu ári upplifað mikinn kvíða og depurð vegna COVID faraldursins. Börn eru þar ekki undanskilin en strangar reglur um hreinlæti og samskipti við aðra, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldum, sífellt tal um COVID og sóttvarnir, og áhyggjur af námi sínu og námsárangri hefur allt gífurleg áhrif á börn. Að auki eiga ekki öll börn öruggt skjól á heimilum sínum, en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði talsvert á síðastliðnu ári sem og málum á borði barnaverndar. Breskt fagfólk á sviði uppeldis- og fræðslu hafa kallað eftir því að sumarið 2021 verði helgað leik. Það sem börn þurfi mest á að halda núna sé að vera úti, leika sér við önnur börn og verja tíma með fjölskyldum sínum eða í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi en ekki að eyða sumrinu í að læra og vinna upp glötuð námstækifæri. Börn þurfa á leik að halda, hann er nauðsynlegur fyrir andlega heilsu þeirra og er undirstaða í námi barna. Í gegnum leik takast þau á við streitu í lífi sínu, efla félagslega færni og sjálfstæði, læra að tala eigin máli og auka líkamlegt, vitsmunalegt og tilfinningalegt þrek sitt. Íslensk stjórnvöld eiga að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um sóttvarnaraðgerðir. Þær þurfa að taka mið af því að hægt verði að bjóða börnum og fjölskyldum upp á áhyggjulaust og skemmtilegt sumar, með stuðningi við barnafjölskyldur. Þá þurfa fjölskyldur og aðstandendur barna að hafa í huga mikilvægi þess að gefa börnum áhyggjulaust sumar með leik í forgrunni og atvinnurekendur að veita svigrúm til að hægt sé að mæta þeim þörfum. Gleðilegt sumar! Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, foreldri í Hafnarfirði og starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, foreldri á Seltjarnarnesi, bæjarfulltrúi og tómstunda- og félagsmálafræðingur Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi í 3. og 4. sæti.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun