Rýma svæðið næst gosstöðvunum vegna gasmengunar og gjóskufalls Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 16:20 Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir sem standa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum hafa hafist handa við að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum, bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Að sögn ljósmyndara Vísis sem staddur er á svæðinu er verið að rýma svæðið efst uppi á hryggnum fyrir ofan gosið og á fjöllunum í kring hvað næst gosinu. Ekki er þó verið að loka svæðinu alveg. Þá hafi gjóska og litlir hraunmolar fallið yfir viðstadda. Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars kona að gefa ungu barni brjóst á svæðinu þegar gjóskan féll yfir. Björgunarsveitarmaður með gasgrímu og áhrifavaldur í myndatöku á steini við gosstöðvarnar í dag.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst fyrr í dag segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í örfáar mínútur en eykst svo aftur með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést að því er fram kom í tilkynningunni. Strókavirknin standi yfir í um tíu mínútur en þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því um klukkan eitt í nótt. Þá hefur verið gríðarlegur hiti við gosstöðvarnar og vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu. Óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Á meðfylgjani myndbandi má sjá aðstæður við gosstöðvarnar eftir hádegi í dag. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Að sögn ljósmyndara Vísis sem staddur er á svæðinu er verið að rýma svæðið efst uppi á hryggnum fyrir ofan gosið og á fjöllunum í kring hvað næst gosinu. Ekki er þó verið að loka svæðinu alveg. Þá hafi gjóska og litlir hraunmolar fallið yfir viðstadda. Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars kona að gefa ungu barni brjóst á svæðinu þegar gjóskan féll yfir. Björgunarsveitarmaður með gasgrímu og áhrifavaldur í myndatöku á steini við gosstöðvarnar í dag.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst fyrr í dag segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í örfáar mínútur en eykst svo aftur með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést að því er fram kom í tilkynningunni. Strókavirknin standi yfir í um tíu mínútur en þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því um klukkan eitt í nótt. Þá hefur verið gríðarlegur hiti við gosstöðvarnar og vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu. Óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Á meðfylgjani myndbandi má sjá aðstæður við gosstöðvarnar eftir hádegi í dag.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira