Um helmingur hópsins kominn á toppinn: „Víðsýni og fegurð blasir við á toppnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 09:47 Á toppi Hvannadalshnjúks, eða Kvennadalshnjúks líkt og hópurinn kallar þennan hæsta tind Íslands. Vísir/RAX Fyrstu hópar kvennana 126, sem lögðu á stað seint í gærkvöldi upp á topp Hvannadalshnjúks í nafni Lífskrafts, náðu toppnum snemma í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans. „Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira