Fluttur af gossvæðinu með sjúkrabíl Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2021 23:35 Fjölmargir hafa gert sér ferð í Geldingadali til að bera tignarlegt eldgosið augum. Vísir/vilhelm Tveir voru fluttir af gossvæðinu í Geldingadölum í gærkvöldi og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum. Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira