Lúðrasveit og verkalýðsforkólfar blésu í lúðra á óvenjulegum baráttudegi verkalýðsins Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. maí 2021 21:29 Heimsfaraldur kórónuveiru, misskipting og vanmat á störfum kvenna er meðal þess sem leiðtogarnir ræddu um í tilefni dagsins. Samsett Baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur með óhefðbundnu sniði í dag vegna kórónuveirufaraldursins, annað árið í röð. Ávörp verkalýðsforingja voru flest rafræn og engar kröfugöngur voru á dagskrá. Lúðrasveit verkalýðsins sat þó ekki auðum höndum heldur þeytti lúðra sína víðsvegar um höfuðborgina í dag. Sveitin kom meðal annars fram við sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni og einnig á Klambratúni, við mikinn fögnuð viðstaddra. Yfirskrift verkalýðsdagsins hjá Alþýðusambandi Íslands að þessu sinni var „Það er nóg til“. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta vísi til þess að enn hafi ekki nást samkomulag um hvernig skipta eigi gæðum samfélagsins. Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandinn sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill „Það er alltaf einhver undirliggjandi krafa um sátt en til þess að svo megi verða þarf líka að ná sáttum um hvernig eigi að skipta þessum gæðum á milli okkar. Það er ekki sátt í samfélaginu um hvernig launasetning eigi að vera, við búum enn þá við vanmat á kvennastörfum til dæmis og við búum enn þá við það að sumir hafa alls ekki nóg. Og veikindi og í sumum tilvikum aldur er bara ávísun á fátækt og það er smánarblettur sem á ekki að viðgangast í okkar góða samfélagi,“ sagði Drífa. Engin viðspyrna án launafólks Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sakar hagsmunasamtök fyrirtækja og viðskiptalífsins um að skauta framhjá afleiðingum faraldursins í umræðu sinni um hækkandi verðbólgu og hátt atvinnuleysi. Í stað þess kjósi þau að mála þróunina upp sem afleiðingu síðustu kjarasamninga. Í erindi sínu í tilefni dagsins segir hann undanfarið hafa borið á kunnuglegu stefi um að launahækkanirnar stefni framtíðinni í hættu og ógni endurreisninni eftir faraldurinn. Hann hafnar þeim málflutningi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Vilhelm „Staðreyndin er sú að innistæða er fyrir því að bæði launafólk og fyrirtæki njóti góðs af þegar við réttum úr kútnum. Þeir sem hafa talað fyrir of háum launum eru að tala gegn sínum viðskiptavinum. Ef viðskiptavinir, sem er launafólk í þessu landi, hafa ekki sterkan kaupmátt þá geta þeir ekki farið út að borða, endurnýjað húsnæði, tekið í gegn eldhúsið, keypt sér bíl eða reiðhjól, jafnvel hellulagt planið eða ferðast innanlands. Við hefðum aldrei komist það vel í gegnum COVID tímabilið eins og raunin er nema vegna þess að hér er sterkur kaupmáttur.“ „Það verður engin viðspyrna án vinnandi fólks eða viðspyrna sem hefur aðeins drif á öðru afturhjólinu. Við þurfum að taka höndum saman og milda höggið hjá fjölskyldum sem orðið hafa fyrir atvinnumissi og tekjufalli. Atvinnulífið hefur fengið mikið og gengið alltof langt. Ítök hagsmunaafla gagnvart stjórnmálunum raungerist í sértækum stuðningi stjórnvalda vegna Covid sem er áætlaður rúmlega 288 milljarðar til fyrirtækja en um 46 milljarðar til einstaklinga og heimila,“ segir Ragnar. Varpað ljósi á mikilvægi almannaþjónustunnar Í ávarpi Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanns BSRB, fagnar hún því að stytting vinnuvikunnar hafi nú loks tekið gildi hjá öllum vinnustöðum ríkis, sveitarfélaga og stofnana eftir langa baráttu. Í dag tók breytingin gildi hjá vaktavinnufólki og var krafa BSRB um að 100 prósent vaktavinna jafngildi 80 prósent viðveru um leið viðurkennd. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, stærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. Sonja segir eitt af stærstu baráttumálunum framundan hjá BSRB að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. „Rétt eins og heimsfaraldurinn hefur varpað ljósi á mikilvægi almannaþjónustunnar hefur ástandið sýnt okkur í eitt skipti fyrir öll þau verðmæti sem starfsfólk hennar skapar samfélaginu, í heilbrigðis- og félagsþjónustu, skólum, við ræstingar og víðar. Starfsfólkið í þessum starfsgreinum á tvennt sameiginlegt. Í fyrsta lagi er meirihluti þeirra sem sinnir þessum mikilvægu verkefnum konur. Í öðru lagi eru heildarlaun þessara starfsstétta almennt lægri en laun sambærilegra stétta þar sem karlar eru í meirihluta,“ bætir Sonja við. „Þetta er ekki eitthvað sem breytist af sjálfu sér. Við þurfum að breyta þessu. Við ætlum að breyta þessu. Heimsfaraldurinn varpaði ljósi á mikilvægi þessara stétta og við hjá BSRB ætlum að taka höndum saman með öðrum samtökum launafólks og krefjast þess að við nýtum þetta tækifæri til að leiðrétta þetta rammskakka verðmætamat.“ Stjórnvalda að skapa fötluðu fólki tækifæri á vinnumarkaði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Örykjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að stjórnvöldum séu mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. „Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því,“ skrifar hún í grein sem birtist á Vísi í tilefni dagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Vilhelm Þuríður segir það verkefni stjórnvalda að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. „ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikninginn um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar!“ segir Þuríður áður en hún vísar til slagorðs dagsins og segir að það eigi að vera nóg til fyrir alla. Vinnumarkaður Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir „Smánarblettur sem á ekki að viðgangast“ Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandi sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með óheðfbundnu sniði - annað árið í röð. 1. maí 2021 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lúðrasveit verkalýðsins sat þó ekki auðum höndum heldur þeytti lúðra sína víðsvegar um höfuðborgina í dag. Sveitin kom meðal annars fram við sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni og einnig á Klambratúni, við mikinn fögnuð viðstaddra. Yfirskrift verkalýðsdagsins hjá Alþýðusambandi Íslands að þessu sinni var „Það er nóg til“. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta vísi til þess að enn hafi ekki nást samkomulag um hvernig skipta eigi gæðum samfélagsins. Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandinn sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill „Það er alltaf einhver undirliggjandi krafa um sátt en til þess að svo megi verða þarf líka að ná sáttum um hvernig eigi að skipta þessum gæðum á milli okkar. Það er ekki sátt í samfélaginu um hvernig launasetning eigi að vera, við búum enn þá við vanmat á kvennastörfum til dæmis og við búum enn þá við það að sumir hafa alls ekki nóg. Og veikindi og í sumum tilvikum aldur er bara ávísun á fátækt og það er smánarblettur sem á ekki að viðgangast í okkar góða samfélagi,“ sagði Drífa. Engin viðspyrna án launafólks Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sakar hagsmunasamtök fyrirtækja og viðskiptalífsins um að skauta framhjá afleiðingum faraldursins í umræðu sinni um hækkandi verðbólgu og hátt atvinnuleysi. Í stað þess kjósi þau að mála þróunina upp sem afleiðingu síðustu kjarasamninga. Í erindi sínu í tilefni dagsins segir hann undanfarið hafa borið á kunnuglegu stefi um að launahækkanirnar stefni framtíðinni í hættu og ógni endurreisninni eftir faraldurinn. Hann hafnar þeim málflutningi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Vilhelm „Staðreyndin er sú að innistæða er fyrir því að bæði launafólk og fyrirtæki njóti góðs af þegar við réttum úr kútnum. Þeir sem hafa talað fyrir of háum launum eru að tala gegn sínum viðskiptavinum. Ef viðskiptavinir, sem er launafólk í þessu landi, hafa ekki sterkan kaupmátt þá geta þeir ekki farið út að borða, endurnýjað húsnæði, tekið í gegn eldhúsið, keypt sér bíl eða reiðhjól, jafnvel hellulagt planið eða ferðast innanlands. Við hefðum aldrei komist það vel í gegnum COVID tímabilið eins og raunin er nema vegna þess að hér er sterkur kaupmáttur.“ „Það verður engin viðspyrna án vinnandi fólks eða viðspyrna sem hefur aðeins drif á öðru afturhjólinu. Við þurfum að taka höndum saman og milda höggið hjá fjölskyldum sem orðið hafa fyrir atvinnumissi og tekjufalli. Atvinnulífið hefur fengið mikið og gengið alltof langt. Ítök hagsmunaafla gagnvart stjórnmálunum raungerist í sértækum stuðningi stjórnvalda vegna Covid sem er áætlaður rúmlega 288 milljarðar til fyrirtækja en um 46 milljarðar til einstaklinga og heimila,“ segir Ragnar. Varpað ljósi á mikilvægi almannaþjónustunnar Í ávarpi Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanns BSRB, fagnar hún því að stytting vinnuvikunnar hafi nú loks tekið gildi hjá öllum vinnustöðum ríkis, sveitarfélaga og stofnana eftir langa baráttu. Í dag tók breytingin gildi hjá vaktavinnufólki og var krafa BSRB um að 100 prósent vaktavinna jafngildi 80 prósent viðveru um leið viðurkennd. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, stærstu samtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. Sonja segir eitt af stærstu baráttumálunum framundan hjá BSRB að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. „Rétt eins og heimsfaraldurinn hefur varpað ljósi á mikilvægi almannaþjónustunnar hefur ástandið sýnt okkur í eitt skipti fyrir öll þau verðmæti sem starfsfólk hennar skapar samfélaginu, í heilbrigðis- og félagsþjónustu, skólum, við ræstingar og víðar. Starfsfólkið í þessum starfsgreinum á tvennt sameiginlegt. Í fyrsta lagi er meirihluti þeirra sem sinnir þessum mikilvægu verkefnum konur. Í öðru lagi eru heildarlaun þessara starfsstétta almennt lægri en laun sambærilegra stétta þar sem karlar eru í meirihluta,“ bætir Sonja við. „Þetta er ekki eitthvað sem breytist af sjálfu sér. Við þurfum að breyta þessu. Við ætlum að breyta þessu. Heimsfaraldurinn varpaði ljósi á mikilvægi þessara stétta og við hjá BSRB ætlum að taka höndum saman með öðrum samtökum launafólks og krefjast þess að við nýtum þetta tækifæri til að leiðrétta þetta rammskakka verðmætamat.“ Stjórnvalda að skapa fötluðu fólki tækifæri á vinnumarkaði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Örykjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að stjórnvöldum séu mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. „Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því,“ skrifar hún í grein sem birtist á Vísi í tilefni dagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Vilhelm Þuríður segir það verkefni stjórnvalda að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. „ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikninginn um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar!“ segir Þuríður áður en hún vísar til slagorðs dagsins og segir að það eigi að vera nóg til fyrir alla.
Vinnumarkaður Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir „Smánarblettur sem á ekki að viðgangast“ Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandi sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með óheðfbundnu sniði - annað árið í röð. 1. maí 2021 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Smánarblettur sem á ekki að viðgangast“ Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandi sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með óheðfbundnu sniði - annað árið í röð. 1. maí 2021 12:00