Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2021 18:27 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að línur væru teknar að skýrast í flugmálum og jákvæðari teikn nú á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi en voru fyrir nokkrum vikum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar reiknar til að mynda með að Íslendingar ferðist frekar innanlands í sumar eins og í fyrra, í það minnsta til að byrja með. „Það eru svona líkur á því, við sjáum það í „trendunum“ í kringum okkur en eftir þennan faraldur, þegar er að vinnast úr honum er líklegra að fólk fari rólegra af stað í ferðalög milli landa.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Þegar líður á sumarið gæti þróunin þó orðið eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum. „En við sjáum það líka til dæmis í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem bólusetningar eru komnar mjög vel á veg. Þar eru þeir sem eru bólusettir og með vottorð um að hafa áður fengið veiruna, þeir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og ég hugsa að það verði eins á Íslandi, að við getum búist við því að íslendingar fari að leita út eftir því sem fleiri verða bólusettir.“ Stjórnvöld kynntu í gær nýja fimm þúsund króna ferðagjöf sem gildir út sumarið. Jóhannes telur hana mikilvæga innspýtingu. „Við sáum það í fyrra að ferðagjöfin var ofboðslega góð hvatning fyrir Íslendinga til að fara út og nýta sér það sem var í boði og nýta þá gjöfina til að fylla upp í kostnaðinn. Við búumst við að það verði eins núna og það er afskaplega jákvætt að það sé búið að endurnýja ferðagjöfina.“ Er hægt að nýta ferðagjöfina til að kaupa flugmiða til útlanda? „Nei, það á ekki að vera hægt. Ferðagjöfin er ætluð til ferðalaga innanlands og það er eins núna og áður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01 Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að línur væru teknar að skýrast í flugmálum og jákvæðari teikn nú á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi en voru fyrir nokkrum vikum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar reiknar til að mynda með að Íslendingar ferðist frekar innanlands í sumar eins og í fyrra, í það minnsta til að byrja með. „Það eru svona líkur á því, við sjáum það í „trendunum“ í kringum okkur en eftir þennan faraldur, þegar er að vinnast úr honum er líklegra að fólk fari rólegra af stað í ferðalög milli landa.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Þegar líður á sumarið gæti þróunin þó orðið eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum. „En við sjáum það líka til dæmis í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem bólusetningar eru komnar mjög vel á veg. Þar eru þeir sem eru bólusettir og með vottorð um að hafa áður fengið veiruna, þeir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og ég hugsa að það verði eins á Íslandi, að við getum búist við því að íslendingar fari að leita út eftir því sem fleiri verða bólusettir.“ Stjórnvöld kynntu í gær nýja fimm þúsund króna ferðagjöf sem gildir út sumarið. Jóhannes telur hana mikilvæga innspýtingu. „Við sáum það í fyrra að ferðagjöfin var ofboðslega góð hvatning fyrir Íslendinga til að fara út og nýta sér það sem var í boði og nýta þá gjöfina til að fylla upp í kostnaðinn. Við búumst við að það verði eins núna og það er afskaplega jákvætt að það sé búið að endurnýja ferðagjöfina.“ Er hægt að nýta ferðagjöfina til að kaupa flugmiða til útlanda? „Nei, það á ekki að vera hægt. Ferðagjöfin er ætluð til ferðalaga innanlands og það er eins núna og áður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01 Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18
Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01
Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15