Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2021 18:27 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að línur væru teknar að skýrast í flugmálum og jákvæðari teikn nú á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi en voru fyrir nokkrum vikum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar reiknar til að mynda með að Íslendingar ferðist frekar innanlands í sumar eins og í fyrra, í það minnsta til að byrja með. „Það eru svona líkur á því, við sjáum það í „trendunum“ í kringum okkur en eftir þennan faraldur, þegar er að vinnast úr honum er líklegra að fólk fari rólegra af stað í ferðalög milli landa.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Þegar líður á sumarið gæti þróunin þó orðið eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum. „En við sjáum það líka til dæmis í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem bólusetningar eru komnar mjög vel á veg. Þar eru þeir sem eru bólusettir og með vottorð um að hafa áður fengið veiruna, þeir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og ég hugsa að það verði eins á Íslandi, að við getum búist við því að íslendingar fari að leita út eftir því sem fleiri verða bólusettir.“ Stjórnvöld kynntu í gær nýja fimm þúsund króna ferðagjöf sem gildir út sumarið. Jóhannes telur hana mikilvæga innspýtingu. „Við sáum það í fyrra að ferðagjöfin var ofboðslega góð hvatning fyrir Íslendinga til að fara út og nýta sér það sem var í boði og nýta þá gjöfina til að fylla upp í kostnaðinn. Við búumst við að það verði eins núna og það er afskaplega jákvætt að það sé búið að endurnýja ferðagjöfina.“ Er hægt að nýta ferðagjöfina til að kaupa flugmiða til útlanda? „Nei, það á ekki að vera hægt. Ferðagjöfin er ætluð til ferðalaga innanlands og það er eins núna og áður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01 Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að línur væru teknar að skýrast í flugmálum og jákvæðari teikn nú á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi en voru fyrir nokkrum vikum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar reiknar til að mynda með að Íslendingar ferðist frekar innanlands í sumar eins og í fyrra, í það minnsta til að byrja með. „Það eru svona líkur á því, við sjáum það í „trendunum“ í kringum okkur en eftir þennan faraldur, þegar er að vinnast úr honum er líklegra að fólk fari rólegra af stað í ferðalög milli landa.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Þegar líður á sumarið gæti þróunin þó orðið eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum. „En við sjáum það líka til dæmis í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem bólusetningar eru komnar mjög vel á veg. Þar eru þeir sem eru bólusettir og með vottorð um að hafa áður fengið veiruna, þeir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og ég hugsa að það verði eins á Íslandi, að við getum búist við því að íslendingar fari að leita út eftir því sem fleiri verða bólusettir.“ Stjórnvöld kynntu í gær nýja fimm þúsund króna ferðagjöf sem gildir út sumarið. Jóhannes telur hana mikilvæga innspýtingu. „Við sáum það í fyrra að ferðagjöfin var ofboðslega góð hvatning fyrir Íslendinga til að fara út og nýta sér það sem var í boði og nýta þá gjöfina til að fylla upp í kostnaðinn. Við búumst við að það verði eins núna og það er afskaplega jákvætt að það sé búið að endurnýja ferðagjöfina.“ Er hægt að nýta ferðagjöfina til að kaupa flugmiða til útlanda? „Nei, það á ekki að vera hægt. Ferðagjöfin er ætluð til ferðalaga innanlands og það er eins núna og áður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01 Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18
Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01
Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15