Vestri í meiri vandræðum með KFR en Víkingur Ó. með Þrótt Reykjavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2021 14:55 Víkingar unnu þægilegan sigur í Laugardalnum. Víkingur Ólafsvík Tveimur leikjum er nú lokið í 64-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Vestri marði 4. deildarlið KFR á meðan Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð í Laugardalinn. Í Laugardalnum voru Ólsarar í heimsókn hjá Þrótti Reykjavík en bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur kom Harley Bryn Willard gestunum yfir eftir hálftíma leik þegar hann fylgdi eftir góðu skoti sem endaði í stöng og slá. Willard bætti við öðru marki sínu og öðru marki gestanna á 42. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Árni Þór Jakobsson gerðist brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik. Eftir 20 mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-0 þegar Emmanuel Eli Keke bætti við þriðja markinu. Hann bætti svo við fjórða markinu tíu mínútum síðar en það dæmt af vegna rangstöðu. Þróttur brunaði í sókn og minnkaði Samuel George Floyd muninn í 3-1. Á 83. mínútu leiksins fékk Hreinn Ingi Örnólfsson beint rautt spjald fyrir groddaralegt brot er hann stöðvaði skyndisókn Víkinga. Fór það svo að Víkingar unnu 3-1 sigur og tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum. Pétur Bjarnason tryggði Vestra 1-0 sigur á 4. deildarliði KFR í dag með marki á 77. mínútu en leikið var á Ísafirði. Vestri leikur í Lengjudeildinni í sumar en átti erfitt með að brjóta varnarmúr gestanna á bak aftur. Fjöldi annarra leikja, bæði í karla- og kvennaflokki, er á dagskrá síðar í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Þróttur Reykjavík Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Sjá meira
Í Laugardalnum voru Ólsarar í heimsókn hjá Þrótti Reykjavík en bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur kom Harley Bryn Willard gestunum yfir eftir hálftíma leik þegar hann fylgdi eftir góðu skoti sem endaði í stöng og slá. Willard bætti við öðru marki sínu og öðru marki gestanna á 42. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Árni Þór Jakobsson gerðist brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik. Eftir 20 mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-0 þegar Emmanuel Eli Keke bætti við þriðja markinu. Hann bætti svo við fjórða markinu tíu mínútum síðar en það dæmt af vegna rangstöðu. Þróttur brunaði í sókn og minnkaði Samuel George Floyd muninn í 3-1. Á 83. mínútu leiksins fékk Hreinn Ingi Örnólfsson beint rautt spjald fyrir groddaralegt brot er hann stöðvaði skyndisókn Víkinga. Fór það svo að Víkingar unnu 3-1 sigur og tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum. Pétur Bjarnason tryggði Vestra 1-0 sigur á 4. deildarliði KFR í dag með marki á 77. mínútu en leikið var á Ísafirði. Vestri leikur í Lengjudeildinni í sumar en átti erfitt með að brjóta varnarmúr gestanna á bak aftur. Fjöldi annarra leikja, bæði í karla- og kvennaflokki, er á dagskrá síðar í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Þróttur Reykjavík Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Sjá meira