Hefðu viljað sjá skattaafslátt eftir langvarandi atvinnuleysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2021 13:00 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar hefði viljað frekari úrræði fyrir námsmenn og þá sem glímt hafa við langvarandi atvinnuleysi í nýjum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sé hins vegar fagnaðarefni að ýmis mikilvæg úrræði hafi verið framlengd út árið en ekki aðeins í einn eða tvo mánuði. Þeir sem hafa verið atvinnulausir frá upphafi kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu með nýjum efnhagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru í gær. Þá verða lokunarstyrkir framlengdir út árið og mánaðarlegir viðspyrnustyrkir útvíkkaðir og framlengdir út nóvember. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að nýi aðgerðapakkinn líti nokkuð vel út. „Ég er nokkuð ánægð með að sjá ríkisstjórnina ekki framlengja þetta um mánuð eða tvo, heldur út árið, þessi úrræði; lokunarstyrki og viðspyrnustyrki og ýmislegt annað. Það skiptir máli að það sé einhver fyrirsjáanleiki.“ Þá kveðst hún jafnframt ánægð með að verið sé að styrkja fyrirtæki til endurráðninga af hlutabótum. Hún hefði þó gjafnan viljað sjá meira gert, einkum fyrir námsfólk og þá sem glímt hafa við langtímaatvinnuleysi. „Við höfum komið með tillögu sem lýtur að skattafslætti fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir þegar ráðning tekur við þannig að fólk fái einhvers konar ívilnandi meðferð eftir að það er komið í vinnu, eftir að hafa verið atvinnulaust í einhverja mánuði eða jafnvel ár, í jafnlangan tíma og atvinnuleysi varði,“ segir Helga Vala. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. 30. apríl 2021 20:22 Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þeir sem hafa verið atvinnulausir frá upphafi kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu með nýjum efnhagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru í gær. Þá verða lokunarstyrkir framlengdir út árið og mánaðarlegir viðspyrnustyrkir útvíkkaðir og framlengdir út nóvember. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að nýi aðgerðapakkinn líti nokkuð vel út. „Ég er nokkuð ánægð með að sjá ríkisstjórnina ekki framlengja þetta um mánuð eða tvo, heldur út árið, þessi úrræði; lokunarstyrki og viðspyrnustyrki og ýmislegt annað. Það skiptir máli að það sé einhver fyrirsjáanleiki.“ Þá kveðst hún jafnframt ánægð með að verið sé að styrkja fyrirtæki til endurráðninga af hlutabótum. Hún hefði þó gjafnan viljað sjá meira gert, einkum fyrir námsfólk og þá sem glímt hafa við langtímaatvinnuleysi. „Við höfum komið með tillögu sem lýtur að skattafslætti fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir þegar ráðning tekur við þannig að fólk fái einhvers konar ívilnandi meðferð eftir að það er komið í vinnu, eftir að hafa verið atvinnulaust í einhverja mánuði eða jafnvel ár, í jafnlangan tíma og atvinnuleysi varði,“ segir Helga Vala.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. 30. apríl 2021 20:22 Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31
Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. 30. apríl 2021 20:22
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18