„Smánarblettur sem á ekki að viðgangast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2021 12:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Baldur Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandi sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með óheðfbundnu sniði - annað árið í röð. Yfirskrift verkalýðsdagsins hjá Alþýðusambandi Íslands að þessu sinni er „Það er nóg til“. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að þetta vísi til þess að enn hafi ekki nást samkomulag um hvernig skipta eigi gæðum samfélagsins. „Það er alltaf einhver undirliggjandi krafa um sátt en til þess að svo megi verða þarf líka að ná sáttum um hvernig eigi að skipta þessum gæðum á milli okkar. Það er ekki sátt í samfélaginu um hvernig launasetning eigi að vera, við búum enn þá við vanmat á kvennastörfum til dæmis og við búum enn þá við það að sumir hafa alls ekki nóg. Og veikindi og í sumum tilvikum aldur er bara ávísun á fátækt og það er smánarblettur sem á ekki að viðgangast í okkar góða samfélagi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Ávarp Drífu í tilefni verkalýðsdagsins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Hún segir að auðlindir landsins eigi ekki að ganga kaupum og sölum - eða seldar orkufrekum stórfyrirtækjum. „Þetta vísar líka í það að við erum vön því í okkar lífi að skipta á milli okkar gæðunum inni á heimilinum og það er ekki þannig að ef við þurfum að skera við nögl að einhver fær þá meira en aðrir minna, þannig að þetta vísar í jöfnuðinn líka.“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður fólki ekki stefnt í fjöldafundi eða kröfugöngur í dag, annað árið í röð, og baráttan því að mestu leyti háð á netinu. Alþýðufylkingin boðar hins vegar til útifundar á Ingólfstorgi í dag klukkan tvö innan þeirra marka sem samkomutakmarkanir leyfa, að því er segir í tilkynningu. Fundinum verði einnig streymt á Facebook-síðu fylkingarinnar. Vinnumarkaður Kjaramál Verkalýðsdagurinn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Yfirskrift verkalýðsdagsins hjá Alþýðusambandi Íslands að þessu sinni er „Það er nóg til“. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að þetta vísi til þess að enn hafi ekki nást samkomulag um hvernig skipta eigi gæðum samfélagsins. „Það er alltaf einhver undirliggjandi krafa um sátt en til þess að svo megi verða þarf líka að ná sáttum um hvernig eigi að skipta þessum gæðum á milli okkar. Það er ekki sátt í samfélaginu um hvernig launasetning eigi að vera, við búum enn þá við vanmat á kvennastörfum til dæmis og við búum enn þá við það að sumir hafa alls ekki nóg. Og veikindi og í sumum tilvikum aldur er bara ávísun á fátækt og það er smánarblettur sem á ekki að viðgangast í okkar góða samfélagi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Ávarp Drífu í tilefni verkalýðsdagsins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Hún segir að auðlindir landsins eigi ekki að ganga kaupum og sölum - eða seldar orkufrekum stórfyrirtækjum. „Þetta vísar líka í það að við erum vön því í okkar lífi að skipta á milli okkar gæðunum inni á heimilinum og það er ekki þannig að ef við þurfum að skera við nögl að einhver fær þá meira en aðrir minna, þannig að þetta vísar í jöfnuðinn líka.“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður fólki ekki stefnt í fjöldafundi eða kröfugöngur í dag, annað árið í röð, og baráttan því að mestu leyti háð á netinu. Alþýðufylkingin boðar hins vegar til útifundar á Ingólfstorgi í dag klukkan tvö innan þeirra marka sem samkomutakmarkanir leyfa, að því er segir í tilkynningu. Fundinum verði einnig streymt á Facebook-síðu fylkingarinnar.
Vinnumarkaður Kjaramál Verkalýðsdagurinn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira