Laufey lofuð í Rolling Stone Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2021 10:36 Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir. Facebook/Laufeymusic Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. Laufey er 22 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. Hún bæði semur, syngur og leikur á selló en meðal þess sem er að finna á nýju plötunni er ábreiða af laginu I Wish You Love sem upphaflega var samið Charles Trenet og var tekið upp nokkrum sinnum í Frakklandi á fimmta áratugnum, áður en Albert Beach gerði enska útgáfu af laginu. Saga lagsins er rakin nánar í umfjöllun Rolling Stone en meðal þeirra sem hafa flutt sína eigin útgáfu af laginu eru Dean Martin, Chet Baker og Frank Sinatra svo örfá dæmi séu tekin. Ekki er annað hægt að segja en að flutningur Laufeyjar á laginu fái góða dóma hjá Rolling Stone. Flutningur Laufeyjar er sagður bæði ljúfur og lipur auk þess sem hún bæti við skemmtilegum klappandi aukatakti sem lyfti laginu enn frekar upp. Laufey hefur verið dugleg að notast við samfélagsmiðla til að miðla tónlist sinni eins og hún lýsir sjálf í samtali við From The Intercom nýverið. „Þetta er það sem er í uppáhaldi hjá mér varðandi samfélagsmiðla: Um leið og ég sem lag, og hugsa um útfærslu af þekktu djasslagi, þá deili ég því á TikTok, Instagram eða YouTube, og viðbrögðin sem ég fæ við því – þau segja mér hvort ég ætti að halda áfram með það og gera stúdíó-útgáfu og gefa það út,“ sagði Laufey. Útgáfu Laufeyjar á laginu I Wish You Love má heyra í spilaranum hér að neðan. Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Sjá meira
Laufey er 22 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. Hún bæði semur, syngur og leikur á selló en meðal þess sem er að finna á nýju plötunni er ábreiða af laginu I Wish You Love sem upphaflega var samið Charles Trenet og var tekið upp nokkrum sinnum í Frakklandi á fimmta áratugnum, áður en Albert Beach gerði enska útgáfu af laginu. Saga lagsins er rakin nánar í umfjöllun Rolling Stone en meðal þeirra sem hafa flutt sína eigin útgáfu af laginu eru Dean Martin, Chet Baker og Frank Sinatra svo örfá dæmi séu tekin. Ekki er annað hægt að segja en að flutningur Laufeyjar á laginu fái góða dóma hjá Rolling Stone. Flutningur Laufeyjar er sagður bæði ljúfur og lipur auk þess sem hún bæti við skemmtilegum klappandi aukatakti sem lyfti laginu enn frekar upp. Laufey hefur verið dugleg að notast við samfélagsmiðla til að miðla tónlist sinni eins og hún lýsir sjálf í samtali við From The Intercom nýverið. „Þetta er það sem er í uppáhaldi hjá mér varðandi samfélagsmiðla: Um leið og ég sem lag, og hugsa um útfærslu af þekktu djasslagi, þá deili ég því á TikTok, Instagram eða YouTube, og viðbrögðin sem ég fæ við því – þau segja mér hvort ég ætti að halda áfram með það og gera stúdíó-útgáfu og gefa það út,“ sagði Laufey. Útgáfu Laufeyjar á laginu I Wish You Love má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Sjá meira