Viðskipti innlent

Skrifa undir samning sölu á Iceland Travel til Nordic Visitor

Kjartan Kjartansson skrifar
Iceland Travel hefur verið hluti af Icelandair Group en nú stendur til að selja ferðaskrifstofuna til Nordic Visitor.
Iceland Travel hefur verið hluti af Icelandair Group en nú stendur til að selja ferðaskrifstofuna til Nordic Visitor. Vísir/Vilhelm

Icelandair Group hf. og Nordic Visitor hf. hafa skrifað undir samning um helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup Nordic Visitor á öllu hlutafé í ferðaskrifstofunni Iceland Travel.

Samningurinn er í tilkynningu frá Icelandair Group sagður gerður með fyrirvara um skilyrði sem hefðbundin eru með viðskipti af þessum toga, svo sem framkvæmd áreiðanleikakönnunar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og að aðilar nái saman um kaupsamning. 

Iceland Travel hefur verið hluti af Icelandair Group. Salan er sögð í samræmi við stefnu Icelandair Group um að leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, flugrekstur, með hagsmuni íslenskrar ferðaþjónustu, starfsmanna og annarra haghafa í fyrirrúmi. Iceland Travel hafi verið leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og muni áfram gegna lykilhlutverki í íslenskri ferðaþjónustu með nýju eignarhaldi.

Íslandsbanki er ráðgjafi Icelandair Group og Arctica Finance er ráðgjafi Nordic Visitor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×