Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Keflavík 1-0| Víkingur sigrar nýliðana Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 2. maí 2021 22:31 Víkingur - ÍA, Pepsi Max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Víkingur R. og Keflavík mættust í fyrsta leik Pepsi Max-deildar karla þar sem Víkingur vann 1-0. Nýliðar Pepsi Max- deildar karla, Keflavík, sóttu Víking heim í Víkina í 1. umferð Pepsi Max-deildinni í kvöld. Keflvíkingar áttu erfitt með að koma sér inn í leikinn. Víkingar sóttu grimmt á markið og héldu boltanum vel. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum skallar Sölvi Geir Ottesen knöttinn í netið. Staðan 1-0. Það kveikti í Keflvíkingum og fóru þeir að sækja meira á. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleika en ekki tókst Keflavík að setja boltann í netið og staðan því 1-0. Víkingur byrjaði seinni hálfleikinn af krafti. Keflvíkingar voru töluvert öflugri heldur en í fyrri hálfleik. Ekki gekk þeim hinsvegar að koma boltanum í netið og lokatölur í leiknum því 1-0 fyrir Víking. Afhverju vann Víkingur? Víkingur reynsluboltarnir í þessum leik. Þeir héldu boltanum vel og voru alltaf að ógna. Varnarleikurinn var góður hjá þeim og voru þeir ekki að hleypa Keflavík of mikið inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Sölvi Geir Ottesen var allt í öllu hjá Víking, skoraði og var frábær í varnarleiknum. Þórður Ingason, markmaður Víkings var góður og hélt hreinu. Víkingsliðið sem heild var gríðarlega gott í dag. Hvað gekk illa? Byrjunin hjá Keflavík gekk heldur erfiðlega. Þeir áttu erfitt með að koma sér inn í leikinn, þeir héldu boltanum ekki og skrifast það mögulega á reynsluleysi. Hvað gerist næst? Önnur umferð Pepsi Max-deildar karla fer fram næstu helgi. Á laugardaginn 8. maí kl 19:15 mætir Víkingur, ÍA upp á Skaga. Sunnudaginn 9. maí kl 19:15 fá Keflvíkingar, Stjörnuna í heimsókn. Arnar Gunnlaugsson: Við sigldum þessum heim Arnar Gunnlaugsson, þjálfari VíkingsVísir: Bára Dröfn „Ég er mjög ánægður. Þetta eru mjög erfiðir leikir að spila við nýliðana og þeir voru sterkir og mjög flottir. Mér fannst við vera flottir fyrstu 30 mínúturnar, svo eftir að við skorum þá gáfum við eftir og seinni hálfleikur var erfiður,“ sagði Arnar, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Maður vonaðist eftir sigri. Við byrjuðum leikinn hrikalega vel og létum boltann ganga mjög vel. Það er smá stress í fyrsta leik og okkur vantaði svolítið eftir að Nikolaj fór útaf, líkamlega burði því Keflavík er mjög hart og spilar skemmtilega.“ „Ég verð að minnast á að markmenn beggja liða stóðu sig mjög vel. Það var nóg af færum og þetta var fjör. En við höfum oft spilað betur, sérstaklega eins og í seinni hálfleik en það var mjög sætt að vinna.“ Sölvi Geir Ottesen gerði eina mark Víkings í þessum leik og var Arnar gríðarlega sáttur með hann. „Fyrirliðinn minn í dag, þvílíkur stríðsmaður. Búinn að æfa lítið í vetur og mætir svo í þennan leik og gerir sigur markið.“ Víkingur sækir ÍA heim í næstu umferð. „Við munum bæta okkar leik knattspyrnulega séð hvað varðar þegar við mætum Skagamönnum. Þetta er erfið deild og hver leikur er erfiður, þannig eins og ég segi, ég er mjög ánægður,“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn úrslit úr þessum leik Nýliðar Pepsi-Max deildarinnar, Keflavík sóttu Víking heim í fyrsta leik beggja liða í Pepsi Max- deildinni í kvöld. 2. maí 2021 21:54
Víkingur R. og Keflavík mættust í fyrsta leik Pepsi Max-deildar karla þar sem Víkingur vann 1-0. Nýliðar Pepsi Max- deildar karla, Keflavík, sóttu Víking heim í Víkina í 1. umferð Pepsi Max-deildinni í kvöld. Keflvíkingar áttu erfitt með að koma sér inn í leikinn. Víkingar sóttu grimmt á markið og héldu boltanum vel. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum skallar Sölvi Geir Ottesen knöttinn í netið. Staðan 1-0. Það kveikti í Keflvíkingum og fóru þeir að sækja meira á. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleika en ekki tókst Keflavík að setja boltann í netið og staðan því 1-0. Víkingur byrjaði seinni hálfleikinn af krafti. Keflvíkingar voru töluvert öflugri heldur en í fyrri hálfleik. Ekki gekk þeim hinsvegar að koma boltanum í netið og lokatölur í leiknum því 1-0 fyrir Víking. Afhverju vann Víkingur? Víkingur reynsluboltarnir í þessum leik. Þeir héldu boltanum vel og voru alltaf að ógna. Varnarleikurinn var góður hjá þeim og voru þeir ekki að hleypa Keflavík of mikið inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Sölvi Geir Ottesen var allt í öllu hjá Víking, skoraði og var frábær í varnarleiknum. Þórður Ingason, markmaður Víkings var góður og hélt hreinu. Víkingsliðið sem heild var gríðarlega gott í dag. Hvað gekk illa? Byrjunin hjá Keflavík gekk heldur erfiðlega. Þeir áttu erfitt með að koma sér inn í leikinn, þeir héldu boltanum ekki og skrifast það mögulega á reynsluleysi. Hvað gerist næst? Önnur umferð Pepsi Max-deildar karla fer fram næstu helgi. Á laugardaginn 8. maí kl 19:15 mætir Víkingur, ÍA upp á Skaga. Sunnudaginn 9. maí kl 19:15 fá Keflvíkingar, Stjörnuna í heimsókn. Arnar Gunnlaugsson: Við sigldum þessum heim Arnar Gunnlaugsson, þjálfari VíkingsVísir: Bára Dröfn „Ég er mjög ánægður. Þetta eru mjög erfiðir leikir að spila við nýliðana og þeir voru sterkir og mjög flottir. Mér fannst við vera flottir fyrstu 30 mínúturnar, svo eftir að við skorum þá gáfum við eftir og seinni hálfleikur var erfiður,“ sagði Arnar, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Maður vonaðist eftir sigri. Við byrjuðum leikinn hrikalega vel og létum boltann ganga mjög vel. Það er smá stress í fyrsta leik og okkur vantaði svolítið eftir að Nikolaj fór útaf, líkamlega burði því Keflavík er mjög hart og spilar skemmtilega.“ „Ég verð að minnast á að markmenn beggja liða stóðu sig mjög vel. Það var nóg af færum og þetta var fjör. En við höfum oft spilað betur, sérstaklega eins og í seinni hálfleik en það var mjög sætt að vinna.“ Sölvi Geir Ottesen gerði eina mark Víkings í þessum leik og var Arnar gríðarlega sáttur með hann. „Fyrirliðinn minn í dag, þvílíkur stríðsmaður. Búinn að æfa lítið í vetur og mætir svo í þennan leik og gerir sigur markið.“ Víkingur sækir ÍA heim í næstu umferð. „Við munum bæta okkar leik knattspyrnulega séð hvað varðar þegar við mætum Skagamönnum. Þetta er erfið deild og hver leikur er erfiður, þannig eins og ég segi, ég er mjög ánægður,“ sagði Arnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn úrslit úr þessum leik Nýliðar Pepsi-Max deildarinnar, Keflavík sóttu Víking heim í fyrsta leik beggja liða í Pepsi Max- deildinni í kvöld. 2. maí 2021 21:54
Jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn úrslit úr þessum leik Nýliðar Pepsi-Max deildarinnar, Keflavík sóttu Víking heim í fyrsta leik beggja liða í Pepsi Max- deildinni í kvöld. 2. maí 2021 21:54
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti