Aukaverkunin er að vöðvinn nær ekki að halda augnlokinu uppi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. apríl 2021 06:00 Whitney Buha hefur sýnt frá bataferli sínu á Instagram og TikTok eftir misheppnaða bótox meðferð. Instagram „Aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir húðlæknirinn Jenna Huld um hrakfarir samfélagsmiðlastjörnunnar Whitney Buha. Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty)
Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira