Aukaverkunin er að vöðvinn nær ekki að halda augnlokinu uppi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. apríl 2021 06:00 Whitney Buha hefur sýnt frá bataferli sínu á Instagram og TikTok eftir misheppnaða bótox meðferð. Instagram „Aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir húðlæknirinn Jenna Huld um hrakfarir samfélagsmiðlastjörnunnar Whitney Buha. Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty)
Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira