Fótbolti

Helena, Margrét Lára og Mist hita rækilega upp fyrir fótboltasumarið

Sindri Sverrisson skrifar
Breiðablik og Valur háðu spennandi einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Blikar höfðu betur. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið á báðum liðum, sérstaklega meistaraliðinu.
Breiðablik og Valur háðu spennandi einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Blikar höfðu betur. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið á báðum liðum, sérstaklega meistaraliðinu. vísir/daníel

Keppnistímabilið í Pepsi Max-deild kvenna hefst á þriðjudaginn og þau sem vilja vera með á nótunum ættu að fylgjast með sérstökum upphitunarþætti af Pepsi Max-mörkunum í kvöld.

Þátturinn hefst kl. 21.15 á Stöð 2 Sport 4 en þar mun Helena Ólafsdóttir rýna í sumarið með markadrottningu Íslands, Margréti Láru Viðarsdóttur, og Mist Rúnarsdóttur sér til fulltingis.

Þríeykið mun taka hvert liðanna tíu í deildinni vel fyrir, velta fyrir sér styrkleikum og veikleikum, og heyra hljóðið úr herbúðum þeirra.

Eitt lið leikur nú í fyrsta sinn í deildinni en það er Tindastóll frá Sauðárkróki sem komst upp ásamt Keflavík. Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari eftir að hafa haft betur í æsispennandi einvígi við Val um titilinn í fyrra.

Frá síðasta tímabili hefur fjöldi leikmanna haldið í atvinnumennsku. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sem nú þjálfar unglingalið hjá Kristianstad í Svíþjóð eftir að hafa verið einn af sérfræðingum Helenu í fyrra, verður á línunni í þættinum í kvöld og ræðir meðal annars um þennan mikla fjölda atvinnumanna.

Þátturinn hefst eins og fyrr segir kl. 21.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Í sumar verða Pepsi Max mörkin svo á sínum stað á fimmtudagskvöldum þar sem fjallað verður um allt sem tengist Pepsi Max deildinni og fótbolta kvenna yfirhöfuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×