Bruno Fernandes: Vill verða stjóri Man United einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 12:31 Bruno Fernandes í leik með Manchester United á dögunum. EPA-EFE/Peter Powell Bruno Fernandes er svo sáttur hjá Manchester United að hann sér fyrir sér að vinna áfram hjá félaginu eftir að leikmannaferlinum lýkur. Manchester United mætir í kvöld ítalska félaginu Roma á Old Trafford í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes var í viðtali á heimasíðu félagsins fyrir leikinn. Bruno Fernandes hefur gert flotta hluti hjá Manchester United síðan að hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon fyrir rúmu ári síðan. Hann finnur sig vel hjá Rauðu djöflunum. Portúgalinn er þegar byrjaður að velta fyrir sér framtíðinni þótt að hann sé enn bara 26 ára gamall. Bruno has revealed a desire to move into coaching after his playing days come to an end...#MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 27, 2021 „Ég er að reyna að njóta fótboltans núna en ég vil verða þjálfari í framtíðinni,“ sagði Bruno Fernandes. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvaða lið ég vil þjálfa í framtíðinni en auðvitað væri stærsta félagið Manchester United. Ég yrði mjög ánægður með að fá að vera stjóri Man. United,“ sagði Bruno. „Ég vil bara leyfa fólk að vita af þessu núna að ég ætla mér að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni og stuðningsmennirnir gætu pressað á það að fá mig hingað,“ sagði Fernandes sem vill verða stjóri Manchester United einn daginn. Since making his debut in the competition in February 2018, Bruno Fernandes has been directly involved in more goals in the Europa League than any other player (26 - 17 goals and nine assists) [@OptaJoe] pic.twitter.com/3vg9am3AjA— United Zone (@ManUnitedZone_) April 28, 2021 „Ég tel að ég verði að vera áfram í kringum fótboltann því allt lífið mitt snýst um hann. Framtíðin mín verður því að vera í fótbolta líka,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes á enn eftir að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United en félagið kæmist einu skrefi nær að breyta því með góðum úrslitum á móti Roma í kvöld. Leikur Manchester United og Roma verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á sama tíma verður hinn undanúrslitaleikurinn á milli Villarreal og Arsenal sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Manchester United mætir í kvöld ítalska félaginu Roma á Old Trafford í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes var í viðtali á heimasíðu félagsins fyrir leikinn. Bruno Fernandes hefur gert flotta hluti hjá Manchester United síðan að hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon fyrir rúmu ári síðan. Hann finnur sig vel hjá Rauðu djöflunum. Portúgalinn er þegar byrjaður að velta fyrir sér framtíðinni þótt að hann sé enn bara 26 ára gamall. Bruno has revealed a desire to move into coaching after his playing days come to an end...#MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 27, 2021 „Ég er að reyna að njóta fótboltans núna en ég vil verða þjálfari í framtíðinni,“ sagði Bruno Fernandes. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvaða lið ég vil þjálfa í framtíðinni en auðvitað væri stærsta félagið Manchester United. Ég yrði mjög ánægður með að fá að vera stjóri Man. United,“ sagði Bruno. „Ég vil bara leyfa fólk að vita af þessu núna að ég ætla mér að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni og stuðningsmennirnir gætu pressað á það að fá mig hingað,“ sagði Fernandes sem vill verða stjóri Manchester United einn daginn. Since making his debut in the competition in February 2018, Bruno Fernandes has been directly involved in more goals in the Europa League than any other player (26 - 17 goals and nine assists) [@OptaJoe] pic.twitter.com/3vg9am3AjA— United Zone (@ManUnitedZone_) April 28, 2021 „Ég tel að ég verði að vera áfram í kringum fótboltann því allt lífið mitt snýst um hann. Framtíðin mín verður því að vera í fótbolta líka,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes á enn eftir að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United en félagið kæmist einu skrefi nær að breyta því með góðum úrslitum á móti Roma í kvöld. Leikur Manchester United og Roma verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á sama tíma verður hinn undanúrslitaleikurinn á milli Villarreal og Arsenal sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira