Dæmdur fyrir að níða og taka myndskeið af deyjandi lögreglumönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2021 07:43 Pusey játaði að hafa gert grín að lögreglumönnunum þar sem þeir lágu deyjandi. epa Ástralskur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa myndað og talað niður til lögreglumanna þar sem þeir lágu fyrir dauðanum. Hinn 42 ára Richard Pusey hefur setið um 300 daga í gæsluvarðhaldi og verður líklega sleppt á næstu dögum. Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00