Dæmdur fyrir að níða og taka myndskeið af deyjandi lögreglumönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2021 07:43 Pusey játaði að hafa gert grín að lögreglumönnunum þar sem þeir lágu deyjandi. epa Ástralskur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa myndað og talað niður til lögreglumanna þar sem þeir lágu fyrir dauðanum. Hinn 42 ára Richard Pusey hefur setið um 300 daga í gæsluvarðhaldi og verður líklega sleppt á næstu dögum. Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Pusey, sem vinnur í fjármálastarfsemi, var gripinn við hraðakstur í Melbourne í fyrra og stöðvaður af fjórum lögreglumönnum. Þegar þeir hugðust handtaka Pusey ók hins vegar vöruflutningabíll utan akreinar og á lögreglumennina. Pusey stóð nokkra metra frá og slapp en brást við með því að draga upp símann og taka myndskeið af lögreglumönnunum. Sum mynskeiðin voru meira en þrjár mínútur að lengd. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna sýndu hvernig hann talaði niður til þeirra á meðan. Að minnsta kosti einn lögreglumaðurinn er talinn hafa verið enn í lífi þegar þetta átti sér stað. „Þarna hefur þú það. Ótrúlegt, algjörlega ótrúlegt,“ heyrist Pusey segja á einni upptökunni. „Það eina sem mig langaði að gera var að fara heim og fá mér sushi,“ bætir hann við. Þá bölvaði hann lögreglunni fyrir að eyðileggja Porsche-bifreið sína. Pusey flúði en var handtekinn daginn eftir. Það var þá sem lögregla komst á snoðir um myndskeiðin og að Pusey hefði deilt þeim með vinum. Lögreglumennirnir sem létu lífið. Fjórar hetjur létu lífið... „einn sálarlaus heigull lifði“ Ökumaður vöruflutningabílsins hlaut á dögunum 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið lögrelgumönnunum að bana en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Dómarinn í máli Pusey sagði hann líklega hataðasta mann í Ástralíu um þessar mundir og fordæmdi hegðun hans harðlega en ítrekaði að hann hefði ekki átt sök á dauða lögreglumannanna. „Framganga þín; að mynda lögreglumennina þar sem þeir lágu fyrir dauðanum, til viðbótar við þau orð sem þú lést falla á upptökunum voru ekki bara niðrandi og hræðileg heldur grimmdarleg og vítaverð,“ sagði Trevor Wraight. Hann gekkst við því að Pusey þjáðist af persónuleikaröskun sem skýrði ef til vill hegðun hans að einhverju leyti en sagði hana ekki fría hann ábyrgð. Pusey hefur sagst sjá eftir því að hafa myndað lögreglumennina. Aðstandendur lögrelgumannanna hafa fordæmt niðurstöðuna og eiginmaður lögreglumannsins sem var á lífi þegar Pusey tók myndskeiðin sagðist finna til óbærilegs sársauka í hvert sinn sem hann hugsaði til þeirrar niðurlægingar sem eiginkona sín hefði mátt þola á síðustu augnablikum lífs síns. Formaður samtaka lögreglumanna í Viktoríu-ríki gagnrýndi einnig niðurstöðuna. „Fjórar framúrskarandi hetjur létust þennan dag... og einn sálarlaus heigull lifði,“ sagði hann.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16 Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Richard Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. 11. maí 2020 08:16
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00