Geta ekki annað en treyst fólki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:08 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Búast má við því að gestum á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún fjölgi enn frekar í nótt þegar farþegar úr flugi frá Varsjá í Póllandi skila sér út af Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira