Geta ekki annað en treyst fólki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:08 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Búast má við því að gestum á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún fjölgi enn frekar í nótt þegar farþegar úr flugi frá Varsjá í Póllandi skila sér út af Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira