Bein útsending: Drónar fljúga yfir gosinu í alla nótt Tinni Sveinsson skrifar 27. apríl 2021 16:35 Drónarnir njóta sín við gosstöðvarnar í kvöld og nótt. Ari Magg Hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi úr drónum frá gosstöðvum við Fagradalsfjall í allt kvöld og nótt. Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns. Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns.
Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26