Hazard-ljósin gætu loks kviknað í kvöld gegn liðinu þar sem þau loguðu skært Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 14:01 Eden Hazard á ferðinni gegn Real Betis um helgina. Getty/Manu Reino Eftir að hafa spilað svo vel hjá Chelsea og verið einn albesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur Eden Hazard verið í felum í Madrídarborg. Það gæti hugsanlega breyst í kvöld þegar Real Madrid og Chelsea mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira
Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira