Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 12:30 Þungamiðjan í íbúafjölda Bandaríkjanna hefur færst mikið til á undanförnum áratugum. AP/Matt Rourke Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira